Fara í efni

ANNAÐ NAFN, SÖMU ÁHRIF

Almenningi er haldið í myrkrinu eins og í mörgu öðru sem þessa ríkisstjórn varðar. Þannig getur sauðsvartur almúginn ekki með góðu móti tekið afstöðu til um hvað þetta Núpó-mál snýst því engar upplýsingar hafa komið fram um hvað stendur til. Formlega hlið málsins er þó ljós og hægt að taka afstöðu til hennar. Það eru kvaðir á sölu á jörðum til útlendinga og tilboð Núpó og félaga virðist hafa þverbrotið þau.
Af frásögn Núpós er ljóst að þá höfðu stjórnvöld samband við hann ítrekað og bentu á leið framhjá lögunum. Tillagan virðist hafa verið sú að kaupa ekki heldur staðgreiða langtímaleigu. Það er búið að breyta nafngift viðskiptanna en efnahagsleg áhrif þau sömu.
Arfleifð þessarar ríkisstjórnar virðist ætla að vera eitt stórt blöff. Berum þetta mál saman við Vaðlaheiðargöngin. Þar vísar ríkið í "einkaframkvæmd" en situr sjálft uppi með áhættuna og reikninginn. Annað nafn komið á afkvæmið en skattgreiðendur sitja uppi með reikninginn.
Þá tala leiðtgar þessarar ríkisstjórnar stöðugt um viðbrögð sín við kreppunni sem virðast einkanlega snúast að því að auka formfestu á og halda fundargerðir. Orðspor þessarar ríkisstjórnar verður þó trúlega að hún hafi nýtt þessa nýfundnu formfestu til þess eins að koma fram vilja sínum þvert á lög og skáskjóta sér framhjá meginreglum sem ættu að gilda um störf ríkisstjórnarinnar eins og aðra borgara landsins.
Kjartan