ÁRAMÓTAVEISLA
Sæll Ögmundur.
Það eru orðnir nokkrir mánuðir síðan ég hafði samband við þig síðast. Ástaðan er einföld. Ég hef farið í framrás. Nú er ég kominn með tæknivæddan búskapinn. Ég geri ekki ráð fyrir að þú skiljir þær miklu umbætur sem gerðar hafa verið á Snotru, þú verður einfaldlega að mæta.
Til þess að fagna þessu og áramótunum bauð ég ýmsum merkismönnum með hjartað vinstrameginn til veislu.. Á boðstólum var hangikjét, uppstúfur, öl og brennivín. Rífandi stemming var í samkvæminu, enda voru það ekki ómerkari menn en Bítlarnir og Rollingarnir sem léku og sungu fyrir dansi ásamt fjölda annara öflugra listamanna. Græjurnar hans Svenna á Grund klikkuðu ekki og eftir veisluna svaf hver hjá öðrum, án eftirmála.
Okkur hér á Snotru fannst lítið til um þá frétt að Tom Jones hefði sungið nokkur lög í veislu íslenskra auðjörfa í höll í London, jafnvel þótt ráðherranefna hefði verið meðal gesta. Enda nægði ekki minna en 5 stjörnu lúxusshótel til að bræða leiðindin úr mannskapnum.
Runki frá Snotru