ATHYGLISVERÐ UMRÆÐA UM ÞJÓÐFÉLAG, STJÓRNMÁL OG FJÖLMIÐLUN
Nýlega hafa birst hér á síðunni athyglisverðar greinar um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um álitamál samtímans.
Ólafur B. Andrésson skrifar síðan mjög athyglisverða grein um áhrifamátt fjölmiðla, Fjórða valdsins, í íslensku samfélagi.
Umbylting þjóðfélagsins ekki valdið svefnruski
Ólafur spyr: "Hvernig standa íslenskir fjölmiðlar, sem gefa sig út fyrir að miðla upplýsingum og veita aðhald, vakt sína? ...Geta íslenskra fjölmiðla er mismikil og ræðst af þeim einstaklingum sem eru innanborðs á hverjum miðli. Hvað sem veldur, þá hefur umræða um það sem hefur verið að gerast í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum engan veginn fengið þá gagnrýnu umfjöllun sem æskilegt hefði verið. Gríðarlegir fjármunir og völd hafa verið flutt til í þjóðfélaginu án þess að það hafi valdið svefnruski á íslenskum fréttastofum. Meira hefur farið fyrir yfirborðslegri upplýsingagjöf um gengishækkanir hlutabréfa en að fjallað hafi verið um þær samfélagsbreytingar sem einkavæðingin hefur haft í för með sér. Spurning er hvort það er getuleysi sem þessu veldur eða skortur á hugrekki eða ef til vill ískalt fréttamat...."
Ríkisútvarpið næst á dagskrá?
Er ekki kominn tími til að ræða einkavæðinguna í því pólitíska samhengi sem hún er sprottin upp úr. Einkavæðing almannaþjónustunnar er pólitísk í eðli sínu. Hvers vegna skyldu fjölmiðlar, þar með talið Ríkisútvarpið, hræðast að ræða hana í því samhengi?
Grein Jóns Bjarnasonar er HÉR
Grein Ólafs B. Andréssonar er HÉR