Fara í efni

Atvinnulausum ber að tryggja bærileg laun



Ég er atvinnulaus í fyrsta sinn í 42 ár og finnst það svakalegt. Mig langar að fá í umræðuna að 6000 atvinnuleysingjar sem sagðir eru njóta bóta greiða 2700 kr. í staðgreiðslu það sinnum atvinnulausir færa okkar auma ríkiskassa 16,2 millj. á mánuði.
Kveðja, SSG.

Sæll SSG
Tek undir með þér. Þeim sem lenda í atvinnuleysi verður að tryggja bærileg kjör og ef á að gera þeim að greiða skatta þá verða tekjurnar að vera í samræmi við það. Annars á atvinnuleysi  ekki að líðast. Atvinnuleysi er skipulagskreppa af mannavöldum. Ég óska þér alls góðs.

Kveðja, Ögmundur