Fara í efni

AUÐVALDIÐ UMBÚÐALAUST

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.01.25.



Ævintýri H.C. Andersen um nýju fötin keisarans er skörp þjóðfélagsádeila sem beinist jafnt að þeim sem fara með völdin og hinum sem gera þeim það kleift með meðvirkni sinni. Það þurfti barnið, sem ekki hafði lært á meðvirknina, til að segja það sem satt var, að keisarinn væri klæðalaus, berstrípaður.

Sagan um klæðalausa keisarann er dýpri en virðist við fyrstu sýn og hægt að túlka í ýmsar áttir. Jafnvel fákænir keisarar sem látið hafa blekkjast af loddurum eins og í ævintýri H.C. Andersen hafa haft auð og völd og eru því ekki allslausir í þeim skilningi. Á hinn bóginn hafa þeir oftar en ekki öðlast völd með því að kúga fólk til hlýðni eða að þeim hefur tekist að skapa nægilega breiða samstöðu um sig í valdakerfum samfélagsins, jafnvel í samfélaginu öllu, til að fá viðhaldið stöðu sinni.

En veraldargengið er valt og er þar aftur komið að meðvirkninni og barninu.
Eitt lítið barn sem afhjúpar valdhafana getur orðið þeim að falli. Því meira sem ranglætið er í þjóðfélaginu þeim mun meira knýjandi verður að taka úr umferð börnin sem gætu tekið upp á því að upplýsa um rétt og rangt.

Nú gerist það að á forsetastól í öflugasta ríki veraldar er í þann veginn að setjast valdhafi - ekki keisari en ígildi keisara – Dónald nokkur Trump sem síður en svo skammast sín fyrir að ganga um klæðalaus, finnst það meira að segja aldeilis frábært. Hann vill hafa allt umbúðalaust.

Ég vil eignast Kanada, Grænland, já og Panamaskurðinn, segir Trump og bætir því við að vel komi til greina að beita efnahagsþvingunum og jafnvel vopnum til að ná þessu fram. En hvers vegna? Jú, vegna öryggishagsmuna. Og hverjir skyldu þessir öryggishagsmunir vera? Ekki stendur á svari. Öryggismálafulltrúi forsetans tilvonandi, Mike Waltz, sagði orðrétt í anda hins opinskáa tjáningarmáta: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir.“

En nú tók valdakerfið að signa sig. Ekki vegna inntaksins, enda öllum í stjórnkerfi heimsveldisins fullkomlega skiljanlegt að auðvaldið vilji láta tryggja sér hráefni og auðlindir, til þess sé jú ríkisstjórnin, Pentagon og CIA, og herstöðvarnar 900 víðs vegar um heiminn. Þetta er ekkert nýtt. Það sem er nýtt er að talað skuli svona opinskátt og umbúðalaust.

John Bolton, öryggismálafulltrúi frá fyrra kjörtímabili Trumps – þar til hann var rekinn – sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fáeinum dögum að svona gæti Bandaríkjaforseti og hans menn ekki talað, þetta væri fáheyrt! Já, en ertu þá ósammála forsetanum tilvonandi, var hann spurður. Nei, síður en svo, bandarísk yfirráð yfir landsvæðum væru vissulega nauðsynleg, en það ætti að ganga frá öllu slíku í kyrrþey. Það væri miklu árangursríkara.

Reyndar hefur John þessi Bolton ekki alltaf verið sjálfum sér samkvæmur hvað þetta snertir eins og til dæmis þegar hann sagði fyrir framan sjónvarpsvélar að nauðsynlegt væri að Bandaríkjamenn réðu yfir olíuauðlindum Venesúela. Þess vegna yrði að losna við forseta þess lands.

En þá að barninu.

Julian Assange sat í fangelsi í Bretlandi í fimm ár án ákæru og dóms. Hann var reyndar lengur ófrjáls ferða sinna. Allt var það vegna þess að Bandaríkjastjórn vildi fá hann framseldan og dæmdan fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Mótmæli um allan heim og ötul barátta Wikileaks fréttaveitunnar, sem Íslendingurinn Kristinn Hrafnsson hefur stýrt síðustu ár, varð til þess að Bretar og Bandaríkjamenn gáfust á endanum upp og neyddust til að láta Assange lausan.

Frá Bretlandi var flogið með Julian Assange til heimalands hans, Ástralíu, með viðkomu á Maríanaeyjum, eyjaklasa í Eyjaálfu á stærð við Færeyjar og með svipaðan íbúafjölda. Þar var hann látinn koma fyrir dómara til að játa eina sök sem fáir skilja öðru vísi en sem málamynda sárabætur fyrir þá sem töpuðu málinu.

Maríanaeyjar urðu fyrir valinu vegna þess að þær eru hluti Bandaríkjanna. Það vissu fæstir enda gerðist það í kyrrþey árið 1986 að eyjarnar voru færðar undir bandaríska lögsögu.
En hvers vegna fengu eyjarnar þetta nafn? Það var vegna þess að við hæfi þótti að þær fengju nafn Maríönu af Austurríki, sem var Spánardrottning á 17. öld þegar Spánverjar slógu eignarhaldi sínu á eyjarnar, seldu þær síðan Þjóðverjum, svo fengu Japanir yfirráðin og síðan umsjón með eyjunum á millistríðsárunum af því að þeir voru réttu megin við sigurvegarana úr heimstyrjöldinni fyrri, og nú er það Washington sem þar ræður. Vopnavald, kaup og sala, sagan byrjar ekki með Grænlandi!

Með öðrum orðum, „barnið“ sem sýnt hafði fram á nekt heimsveldisins var látið játa á sig sekt á landsvæði sem nýlenduveldi fyrri og síðari tíma hafa ráðskast með. Á sinn hátt var þetta táknrænt.

Svo má leiða hugann að því hvort aðrir strípalingar í Washington sem þessa dagana fara mikinn um víða veröld og vilja ráðskast með allt og alla, Elon Musk og hans líkar, séu nokkuð frábrugðnir öðrum fautum sem í krafti auðs síns og valda hafa alla tíð sagt hvernig aðrir menn skuli sitja og standa.

En það nýja er að nú er þetta öllum augljóst. Við þetta verða hin margrómuðu „vestrænu gildi“ að engu, en auðvaldið stendur afhjúpað. Þarf ekki einu sinni barn til að benda á það.

--------------

CAPITALISM STRIPPED NAKED

Hans Christian Andersen's fairy tale about the emperor's new clothes is a sharp social satire that targets those in power as well as those who make it possible for them to stay in power through complicity. It took a child, who had not learned about complicity, to tell the truth, that the emperor was clothless, bare-stripped.

The story of the clothless emperor is deeper than it seems at first glance and can be interpreted in various directions. Even the most shallow of emperors who have been deceived by charlatans, as in Hans Christian Andersen's fairy tale, have had wealth and power and are in that sense by no means bare-stripped. On the other hand, they have more often than not gained power by forcing people into subjugation or that they have managed to create a sufficiently broad consensus around themselves in the power structures of society, even in society at large, to maintain their position.

But in a man-made world nothing is to be taken for granted. And  now it is back to complicity and the child:
One small child exposing a ruler can lead to his downfall. The more injustice there is, the more urgent it becomes to silence all those children who are likely to be talking openly about right and wrong.

Now it happens that in the most powerful country in the world there is about to sit in the seat of power - not an emperor but the equivalent of an emperor - a certain Donald Trump, who is less than ashamed to be walking around dressless, even thinks it is absolutely fantastic. He wants everything to be transparent.

“I want Canada, Greenland, yes and the Panama Canal," Trump said, adding that it could not be ruled out that economic sanctions, even military force was necessary to this end.
But why?
Well, because of security interests.
And what would these security interests be?
The answer came without delay. The president-elect's National Security adviser, Mike Waltz, said verbatim in the spirit of open expression: "It's about rare metals, it's about resources."

But now the power structure began to tremble. Not because of the content, as it is perfectly understandable to everyone in the empire's system of government that the capitalists want to be guaranteed raw materials and resources; that is after all what the government is for , likewise the Pentagon and the CIA, and the 900 military bases around the world. This is nothing new. What is new is that this is spoken about openly and and without pretence.

John Bolton, the National Security adviser from Trump's previous term – until he was fired – said in a television interview a few days ago that this is not how the US president and his men can talk, it is unheard of! Yes, but do you disagree with the future president, he was asked. No, not in the least, American control of territory would certainly be necessary, but all such things should be done quietly. That would be much more effective.

In fact, John Bolton has not always been consistent in this regard, such as when he said in front of television cameras that it was necessary for the United States to control Venezuela's oil resources. Therefore, the president of that country had to be removed.

But then to the child.

Julian Assange was imprisoned in the UK for five years without charge or trial. In fact, he was much longer not free to travel. All this was because the US government wanted him extradited and convicted for exposing war crimes committed by the United States and its allies. Protests around the world and the energetic campaign of the Wikileaks news service, which Icelander Kristinn Hrafnsson has led in recent years, led to the British and Americans eventually surrendering and being forced to release Assange.

Julian Assange was flown from the UK to his home country, Australia, with a stop in the Mariana Islands, an archipelago in Oceania the size of the Faroe Islands and with a similar population. There he was made to appear before a judge to plead a charge that few people understand other than as a form of reparation for those who lost the case.

The Mariana Islands were chosen because they are part of the United States. Few people knew this, as it quietly happened in 1986 that the islands were brought under American jurisdiction. But why did the islands get this name? This was because it was thought appropriate that they should be named after Mariana of Austria, who was Queen of Spain in the 17th century when the Spanish took possession of the islands, then sold them to the Germans. Later the Japanese gained control over the islands and then held them as a protectorate in the interwar years because the Japanese were on the right side of the victors of World War I.
And now Washington is in charge.
Power of arms, buying and selling, the story doesn't start with Greenland!

In other words, the "child" who had demonstrated the nakedness of the empire was made to plead guilty in a part of the world that has been manipulated by colonial powers of past and present. In a sense this was symbolic.

One can also speculate whether the Washington-thugs who these days travel around the world, giving orders and directives, Elon Musk and his likes, are any different from others of their kind who by virtue of their wealth and power, have always wanted to decide how other people should sit and stand.

But what is new is that now this is obvious to everyone. With this, the much acclaimed "Western values" wither away, but capitalism is left naked and exposed.
Not even a child is needed to point that out.

----------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.