BÆTA KJÖR SÍN UMFRAM ALMENNING
Bættu kjör sín ansi bratt
á botninum hinir frjósa
Og líklega er það líka satt
að bráðlega skuli kjósa.
Um kveinstafi verkalýðsforystu
Hér er allt með elígans
og eigin kjörum skarta
Formaður í fötum keisarans
en fátæklingar kvarta.
Sjálfstæðisflokkurinn þingar
Andlegt gjaldþrot auðmanna
fundarmenn allir sáu
Og heilögu Íhalds hundanna
er í fylgsnum lágu.
„Svolítið erfið" af því
þau fylgja samviskunni
Svolítið erfið virðast vera
villikatta parið
Ingi og Björk af öðrum bera
í Bjarkey er ekkert varið.
Að starfslokum mætti huga
Bjarkey harmar húsnæðisstyrk
hann virðist lítið duga.
Og frúin greinist þó vinstri virk
Að starfslokum mætti huga.
Græðgi á þingi
Auragræðgin þar útum allt
Alþingi nú skekur
Fjandans pakkið er allt falt
Algjöran viðbjóð vekur.
Ökuglaður Ási
Sárt bítur soltin lús
sumir undan blása
Almennt er enginn fús
að fóðra öku Ása.
(Ég bið alla að fyrirgefa mér)
Margrét S. Sölvadóttir harmar að hafa hvatt fólk til þess að kjósa
Vinstri græn. „Við getum treyst Katrínu Jakobsdóttur," sagði ég.
Margrét biður marga hér
með sér bera harminn
því Vinstri/græn virtist sér
allan hafa sjarminn.
Ekki lengur líft
Hjarðhegðun nú stunda stíft
stjarfar ösla vítin.
Og Þarna er ekki lengur líft
éta svo Íhaldsskítinn.
Segið já, eða rekin!
Nú kárnar gaman Kötu hjá
sem kitlar valdahrokann
Þar allir verða að segja já
eða taka pokann.
Flokkurinn er farin illa
fjöldinn er á braut
Traustinu tókst að spilla
um trúverðleika hnaut.
Af Katrínu ber ei blak
´ún bannfærði flokkinn
Og er orðin algjört hrak
og studdi drullusokkinn.
Pétur Hraunfjörð