"ARABAVANDAMÁLIÐ"
Íslensk stjórnvöld voru einhuga um fyrir stríð, að “vernda þjóðina”gegn “ Gyðingavandamálinu”, leituðu fáa Gyðinga uppi sem hér höfðu guðað á glugga, sendu úr landi án umsvifa. Söm var afstaða danskra stjórnvalda sem ekki vildu styggja þýska valdið, Gyðingar á flótta reknir umvörpum aftur til Þýskalands.
Eftir þýskt her- nám Danmerkur tókst hetjum þó að smygla flóttamönnum þaðan til Svíþjóðar, lögðu líf sitt að veði !
Hræsnin varð ógeðfelld eftir stríð, þá “ bandamenn” þóttust enga hug-mynd hafa um helför nasísta, dráp á milljónum gyðinga ! Urðu mjög “ hissa”, þegar glæpnum varð ekki lengur leynt, við og eftir stríðslok.
Nú blasir við önnur harmsagan. Fyrrum ofsóttir Gyðingar, ríki þeirra, Israel, nýtir nú þar skapaða þjóðrembu til grimmilegra ofsókna á hendur “ óæðri” kynstofni fólks, sem ýmisst er drepinn, útlægur ger, eða lokaður af í gettóum, í raun í risastórum fangabúðum, sem Gasa er dæmi um. Geymslubúðir yfir tveggja milljóna Araba, þar af stærstur hlutinn börn, ungmenna.
"Frjálsir” Arabar innan Israels eiga ekki sjö daga sæla, eru ofsóttir. “ Umheimurinn” þóttist ekkert vita af helför nasista eða þóttist “skilja” aðfarir þeirra, var þannig meðvirkur. Þegar nú sprengjum rignir á fangabúðir, gettóið Gasa, fyrir augum “ umheims” horfir hann undan, en muldrar um “ leiðinda- mál”- ráðlaus, fullur hræsni, en aðhefst ekkert.
Eins lítil viðbrögð og möguleg teljast, eru viðbrögð íslenskra stjórnvalda.” Dýrt spaug” telja þau að fordæma stríðsglæpi, vona að fangaverðir hætti að slátra föngum sínum, a.m.k. fyrir allra augum. Sjónin er pínleg, en Ísland er ekki sjálfráða ríki.
Hætti manndrápin, kemst á “ friður”. Áhyggjulaus verður þá “umheimurinn” aftur, af fangavist tveggja milljóna í einangrun á Gasa, uns aftur skapast “ órói” milli fanga og fangavarða. Harður VAR heimur, og harður ER hann ennþá.