FLÍSIN OG BJÁLKINN/íRAK
Robert Marshall fréttamaður Stöðvar 2 var einn þeirra þúsunda Íslendinga sem veltu fyrir sér hvers vegna yfirvofandi stuðningsákvörðun Íslands við Íraksinnrás var ekki kynnt á ríkisstjórnarfundi í þann mund sem tveir ráðherra kynntu hana Bandaríkjamönnum. (Sbr.staðfestingu m.a.Guðna Ágústssonar þ.a.l.)
Mislestur á heimasíðu CNN fékk Róbert til að trúa (að forsögu gefinni) að ákvörðunin hefði verið tekin og tilkynnt fyrir áður uppgefinn tíma og lái honum hver sem er að rýna skakkt í galdurinn, undanbrögðin og vélbrögðin öll. Ríkisstjórnin fékk CNN fréttina eftir fund sinn!
Robert hefur nú axlað fréttamannspoka fyrir þessa smávægilegu flís í auga. Bjálkamennirnir fara hamförum gegn honum.
Ráðherrarnir tveir,sem gríðarstóra ákvörðun tóku í óþökk þjóðar sinnar, brutu lögskyldu við stofnun Alþingis og fóru á svig við ríkisstjórn í galinni ákvarðannatöku - þeir eru of smáir í sér til að axla þá ábyrgð,sem þeir sjálfir þó mikla sig af að bera. Þjóð þeirra blöskrar.
Íraksmálið er tröllaukið heimsmál. En það er ekki síður stórt innanríkismál á Íslandi því að lýðræði og lögum er ögrað vegna þess.
Robert Marshall hefur vaxið að virðingu en virðing Halldórs og Davíðs vex ekki.
Baldur Andrésson