LOFTSTEINN LAGÐUR
Forseti, geimvera og ráðherra stóðu fyrir því að geimsteinn var nýlega lagður sem hornsteinn í leiguhúsnæði Háskólans í Reykjavík hf. í Nauthólsvík. Þetta var skemmtigerningur, mikið klappað. Daginn áður var loks sagt frá að eiganda hússins, eignarhaldsfélaginu, Fasteign ehf, biði nú loks þrotaupplausn. Umrætt skólahús hirðir Íslands- banki sér til eignar. Aðrar eignir og stórskuldir eignafélagsins munu víða dreifast, einkum til þrotasveitarfélaga.
Hverfur þá enn eitt ljómandi vígi viðskiptasnilldar bólutímans, en þetta var hlaðið undir handleiðslu Glitnisgaura. Víst er að reiknaðar leiguskuldbindingar H.R. hf. vegna Nauthólsvíkurhúss, árlegur milljarður, yrðu rekstri H.R.hlutafélagsins ofviða. Til að lækka megi húsaleigu þarf skuldhreinsun á höfuðstól stofkostnaðar. Tæknileg leið til þess er að fela lánadrottni Fasteignar ehf., arftaka Glitnis, Íslandsbanka, eignarhald á útleiguhúsinu í Nauthólsvík. Skólagjöld 3000 nemenda og ríkisstyrkir fjármagna einkahákólann H.R.hf.
Fátt segir af einum varðandi rekstrardæmið, sem helst í læstum einkaskáp eigenda. Misheppnuð yfirtaka á Bifrastarháskóla hvisaðist nýlega út. Leynilegra er þó basl H.R. við að losna við gerðar leiguskuldbindingar í Nauthólsvík, en þegar neyðin er stærst er hjálp Íslandsbanka næst.
Líklega helst H.R. á floti sem leigjandi skólahússins, mögulega verður rekstrargjaldþroti H.R. forðað. Markaðsvæðing ríkisrekstrar var kredduviðmið þegar ákveðið var að H.R. hf. yrði stórveldi á vegum Viðskiptaráðs. Samt þurfti ríkispilsfald til. Í bili hefur flugið fatast eitthvað, tippið lægra, en glóðin lifir. Háskólinn í Reykjavík er þrátt fyrir vandræðin orðinn hluti af menntakerfi landsins og menningarsamfélaginu. Löngu er því tímabært að fámennri stjórnarklíku H.R.haldist ekki uppi að véla um málefni skólans að geðþótta, bak læstra dyra. Lagning hornsteina í opinberar byggingar við smíða- upphaf er hefð, með þúsunda ára sögu.
Lagning loftsteins í útleiguhús í Nauthólsvík er skopleg til- vísun í forna hefð. Tilgangurinn gæti verið að láta sem svo að einkaframtak og markaðsvæðing í menntun og menningu sé öðru framtaki betra. Óglöggt er, hver fer í raun með eignarhald á skóla-húsinu í Nauthólsvík, því eigandskipti blasa við. Varla telst hlutverk leigjenda að leggja hornsteina hvað þá loftsteina, í húseignir leigusala einkahúsa. Standi Íslandbanki sem húseigandi, leiðir það huga að því að enginn veit hver eignast Íslandbanka ! Þegar ringlureið fullkomnast er bara hægt að hlæja. Ætla má að forsetinn, geimveran og ráðherrann sýni svarta kímnigáfu sína þegar þau hópast saman við að leggja loftútgáfu af hornsteini í útleiguhús í þágu leigjanda þess, hlutafélags í vandræðum. Þegar við bætist að umrædd húseign er í dularfullri þrotameð-ferð í kjöltu slitastjórnar Glitnis, er hægt að brosa í gegn um tárin. Brandarinn fullkomnast í fjölmiðlum, sem greina andagtugir frá svo virðulegri, opinberri athöfn í spunastíl. Húmorinn lengir lífið ! Baldur Andrésson