ÖRSKÝRSLA UM VAÐLAHEIÐAR-GÖNG
Þekktir, valinkunnir sérfræðingar hafa metið að kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga verið vart undir 14 milljarðar kr. yrðu verlok árið 2015.
Vaðlaheiðargöng hf. og Vegagerð ríkisins kynntu 11 ma kr. verðmat á göngum í mars 2011. Margt bendir til að það sé vanmat, að t.d. sé horft fram hjá verðmætri ríkisfyrgreiðslu, fjármagnskostnaði á verktíma og algerlega sleppt aukakostnaði sem og bætist við af ýmsum ástæðum. Áætluð hækkun vístölu á verktíma er vanmetin. Náttúrfarsáföll möguleg.
Hafa skal í huga að sambærileg, nýgerð göng á Íslandi, tvöfölduðust bæði í krónuverði mv. verksamninga á örfáum misserum. Þótt þar ríki enn áhöld uppi varðandi þann gífurvöxt á kostnaði, ber að hafa slíkar reynslusögur í huga við nýtt kostnaðarmat á nývirki, Vaðlaheiðargöngum.
Þegar metin skal endurgreiðslugeta lántaka, VHG hf. skal auðvitað leggja upphæð láns að grundvelli, lánsþörfina, sem í þessu tilviki er 14 ma kr. Miðað við þá lánsþörf VGH hf. er hugmynd um 8 ma kr. ríkislán til VHG hf fráleit, enda engum öðrum láveitanda en ríkinu til að dreifa.
Því hlýtur,, lánveitingu" ríkisins vera ætlað að nema 14 ma kr.
Endurgreiðslugeta VHG hf. miðast við árlegar nettótekjur af veggjaldi.
Mv. 800 kr, meðalgjald, umferð 1000 ÁDU yrðu nettótekjur 0.2 ma kr. árlega. M.v. 800 kr. meðalgjald, umferð 1200 ÁDU yrðu nettótekjur 0.25 ma kr. árlega.
Endurgr. af 14 ma kr. láni mv. 25 ár krefst líklega 0.8 til 1 ma kr.árl. nettótekna.
Í því ljósi stendur sjálft VHG hf undir u.þ.b, þriðjungi stofnkostnaðar um fyrirsjáanlega framtíð. Hugtakið sjálfbærni er auðvitað víðsfjarri .
Með því að skálda upp breytum að geðþótta er hægt að skálda upp hvaða gæðaspá sem er varðandi rekstur VHG hf. T.d. má skálda upp óraunhæfri umerðarspá, skálda upp ofurlágum stofnkostnaði, ófurháu veggjaldi. Ennfremur má hugsa sér að ofurlágt vaxtastig haldist til áratuga. Hægt er að skálda upp afar björtu ofyrirséðu framtíðartímabili, þótt rekstratap verði gífurlegt á fyrirsjánlegum rekstartímabilum.
Allur slíkur tilbúningur er þó auðvitað ábyrgðarlaus.
Slíkan tilbúning, spuna, má kaupa hjá ráðgjafafyrirtækjum fyrir rétt verð. Þau bera enga ábyrgð á hvort skáldskapur raunagerist eða ekki. Skáldkapur af þessu tagi var kennitákn nýliðins forðutímabils, sem rústað efnahagskerfið á Íslandi og víðar.
Vaðlaheiðargöng eru 14 ma kr. valkostur við allgóðan hringvegar-spotta, fagurt Víkurskarð. Tímasparnaður er 9 mín. (70 km/ t.í göngum) á sumri, meiri að vetri. Vetrarhæfni Víkurskarðsvegar má bæta með litlu fé.
Gagn Vhg. er takmarkað. Skipulagsáhrif á byggðaþróun lítil, jafnvel tvíeggjuð, ef göngin leiða til að þjónustuinnviðir dragast saman á Þingeyjarsvæði. Göngin munu ekki freista ferðamanna, en sumarumferð þeirra á að verða þó helsti tekjustofninn er fullyrt. Fagurt er Víkurskarðið.
Atvinnusköpun í heimabyggð verður lítilsháttar á framkvæmdatíma. Vinnuafl að mestu sérhæft og aðflutt. Bein ársverk dreifð á verktíma, 270. Beinar launagreiðslur ná varla 10% af framkvæmdakostnaði, sem verður gjaldeyriskrefjandi.
Allt vegavirkið verður fjármagnað með ríkisframlagi frá upphafi. Það hefur þó aldrei verið talið forgangsverkefni, sem vegavirki á ríkisins vegum. Hvorki fyrr né síðar. Fjárútlát ríkisins til VHG hf. mun bitna á brýnum nauðsynjarverkum í vegagerð, á sparnaðartímum í ríkisrekstri.
Ógegnsæi er því miður fylgiskur umgerðar á borð við VHG hf, og hugtakið ,,ríkiseinkaframtak" eða ,,ríkismarkaðsframtak" er þversagn-arkennt, skrumkennt. Hugtakið er annarlegt í samfélagi, sem byggir á samtaki hvað gerð innviða snertir. Hugtakið er klambursmíði froðutíma og VHG hf. er þversagnarsmíði að allri gerð, ankannanlegur blendingur.
Stórmannvirki á ríkisins kostnaðarábyrgð á að byggja og reka sem slík. Öll umgerð slíkra stórvirkja á að vera gegnsæ hvað skipulag og fjár-hagsumgerð snertir, auðsæ og auðskilin fyrir þann almenning, sem á þeim ber fjárhagsábyrgð og nýtir þau. Þessu er ekki hér til að dreifa.
Vegtollar er form aukaskattlagningar á vegfarendur, sem stjórnvöld geta lagt á notendur almannvega, ef ákveðið er. Á valda vegspotta eða á alla vegi, ef henta þykir. Slík sérskattlagning þarf ekki að grundvallast á einu eignarformi öðru fremur. Slík sérskattlagning er þó vafa undiropin.
10.janúar 2012.
Baldur Andrésson, arkitekt. Sérfr. um skipulagsmál.