STÓRVERK-TAKARNIR OG RÍKIÐ
Einn hluti froðukapítalismans sem leiddi til efnahagshruns,sem mótaðist frá haustinu 2007 að hausti 2008 var blómatími stórfasteignafélaga og stórverktaka sem oft voru í síamstvíburalíki, nátengd bankabraskinu.
Blómatímann mátti m.a merkja á kranaskógum höfuðborgarsvæðisins, þúsundum erlendra byggingarverkamanna,útþennsluskipulagi án fyrirhyggju, offramleiðslu þjónustuhúsnæðis og íbúðarhýsa. Hrun byggingariðnar reyndist löngu hafið þegar bankarnir hrundu 2008. Fastiegnamarkaður fraus haustið 2007.
Tengdar samstæður fasteignafélaga,banka og verktaka náðu góðum viðskipta-tengslum við ríki og sveitarfélög og höfðu fjölda stjórnmálamanna í þjónaliði sínu. Þegar nálgaðist endanlegt bólurhrunið 2008 og í kjölfar þess nálguðust mörg meðalstór og stór sveitarfélög tæknilegt gjaldþrot vegna ofurskuldbindinga og gálausra fjárfestinga. Vandi einstaklinga og margvíslegra fyrirtækja varð mikill. Mjög oft voru stórar sambræðslur verktaka og fasteignafélaga orsakvaldur mikis tjóns, virkuðu nánast eins og handlangarar glæfrabankanna í bóluþennslu þeirra. Þær voru hreyfiafl, sköpuðu grunn ofurskuldbindinga, virkir froðuframleiðendur.
Meðal höfuðverkefna hrunstjórnarinnar á síðasta lífsskeiði hennar, mánuðina fyrir og eftir hrun var björgun stórra fasteignafélaga og stórverktaka. Stærstu fasteignafélögunum varð fæstum viðbjargandi en stórverktakabjörgun var reynd af miklum móð.
Hrunstjórn Geirs Haarde eignaðist ákveðið framhaldslíf með vinstristjórn vorið 2009 með hrunfulltrúa sem virka meðlimi. ,,Stórverktakastuðningur" varð eitt meginstefnumál hennar frá upphafi. Var það lesið úr þeirri ,,uppbyggingarstefnu" að leggja megináherslu á fá en gríðarstór, gjaldeyriskrefjandi stórverkefni, sem lítils mannafla krefjast, miðað við tilkostnað. Þetta var kallað að hreyfa við,,hjólum atvinnulífsins", en markmiðið var að sjálfsögðu að halda opnum smjörholum á almannakostnað fyrir hálfbrotin og alrotin óreiðufyrirtæki í innri kreppuvanda.
Svo langt var gengið að kalla björgunarstarf gagnvart eigendum stórverktaka-blokka ,,atvinnubótastefnu", þótt sýnt væri að björgunin hefði litla sem enga þýðingu sem skammtímasvar við atvinnuleysi. Mestu réðu gamlir vinaþræðir milli stjórnmálamanna og stórverktakahjarðarinnar, sambandstregða, byggð á rótgróinni ást og samtryggingu. Margar blokkirnar voru í fjölþjóðlegu eignarhaldi.
2009 var ætlað að á annað hundrað milljarða kr. færu til verktakaumbunarverka.
Til lesturs á þessari björgunarviðleitni hrunstjórnar og vinstristjórnar er ferill hægrikratans Kristján L Möllers ágætur til dæmatöku. Honum lærðist stórverk-takaástin á froðuárunum sem samgönguráðherra frá vordögum 2007. Í öllum hægriherklæðum sínum stökk hann milli skipa með sama ráðherrastól sinn í ársbyrjun 2009. Þá var hann þegar heltekin af stórverktakaást og sú ástríða varð einmitt ráðandi í stefnumótun vinsristjórnarinnar frá upphafi í svonefndu endur-reisnarstarfi. KLM entist óbreyttur í ráðherrastóli allt fram í september 2010 eftir setuna þar í samfellt í u.þ.b. 40 mánuði í hægri og vinstristjórnum.
KLM er sérstakur boðberi áherslu á stórvektakabjörgun sem varð raunar kjarni ,,samstöðusamninga 2009". Áður birtist stefnan í m.a.sérfyrirgreiðslu við óreiðu-verktakann IAV (Marti & IAV) með Hörpuyfirtökunni.
Endursdustað var ryk af 35 ára stórspítaladraumi við Hringbraut. Samgöngu-framkvæmdir áttu að fá afar sérstæðan búning í átt að stórverktakahag. Umferðar-miðstöð,Vaðlaheiðargöng, Autobhanútfærslur á þjóðbrautum SV-lands, ný Hval-fjarðargöng nefnd til sögu. Þau verkefni áttu að verða í anda PPP, í skjóli sér-eignarfélaga og sérvegaskatta, m.a. eðlisumbreyting á samtaksgrundvelli þjóð-vegagerðar á Íslandi. Umgjörð þessa framkvæmdaátaks bar öll merki liðna froðu-tímans og umgjörðin var mótuð hugmyndalega á þeim tíma. Engum á að blandast hugur um að áherslan var lögð á fá, rándýr, gjaldeyrikrefjandi stórverk, sem kröfð-ust lágmarks mannafla. Nýjar mjörholur varð að opna fyrir hungruða stórverktaka. Umbúnaðurinn var lýðskrum, kallað ,,atvinnuátak". Varla örlaði á faglegu umferð- armati, skipulagshugsun. Truflun varð þó síðar á séreignarvæðingu almannavega SV-lands þegar 40.000 andmæli almennings spruttu fram gegn því ruglinu. Sú fáráðshugmynd var þannig jörðuð.
Þega KLM lauk ráðherraferli í september 2010, lauk líka verkum Marti & IAV í Óshlíð og Metrostav&Háfells í Héðinsfirði.Öll áhersla var í lögð á að leyna greiddri verktakaumbun til verktaka í þessum tilvikum, sem virðist hafa vaxið vel yfir 90% miðað við kunngert samningsverð við þá. Það er fyrst nú á vordögum 2011 sem örlítil innsýn fæst í það brall. Má ætla að yfir 6 ma kr. af aukaumbun ríkisins til þessara blokka sé óskýrð ríkisgóðgjörð, ennþá er þó ríkjandi harðlæst duld um uppgjörsmálin. Muldrað er um ,uppreikning á uppreikning ofan.
Er nú beðið skýrslu mágs KLM, ríkisendurkoðanda, um uppgjörsstýringu KLM gagnvart stórverktökum. Hún verður fróðleg og líka sambrall máganna,ráðherrans og trúnaðarmanns Alþingis.
Vaðlaheiðarframkvæmd hefur lengi verið merkismál KLM og blandast þar saman kjördæmapot við verktakaást. Þessi ríkisgöng um heiði eru kynnt sem,,sjálfbært" séreignarframtak hlutafélags (!) þegar Alþingi var vísvindandi blekkt til sam-þykktar á fullri ríkisábyrgð sumarið 2010 og á væntanlegri ,,séreignarumgerð".
Sumarið 2010 lá fyrir kunngjört kostnaðatmatið 7.5 ma.kr. þótt þá væri fullvíst að bæta mætti a.m.k. 40% við það kostnaðarmat. (Viðbótin var kunngerð í mars 2011, eftir félagsstofnun um göngin).
Sumarið 2010 var kunngerð fjarstæðuspá um 40% umferðarvöxt á þessum lands-hluta á alnæstu árum og að umferð um Vaðlaheiðargöng yrði 1400 ADU í stað innan við 1000 ADU sem horfur benda til að verði, komi göngin til sögunnar.
( 1400 ADU spátölu er reyndar enn haldið fram í mars 2011 af gatfélagi ríkisins.)
Ofannefndar rangfærslukunngerðir fela m.ö. í sér að stofnkostnaður er sagður 40% hærri en fullyrt var, sumarið 2010, og að tekjur af gagnagjaldi til m.a. upp-greiðslu á þeim stofkostnaði verði 40% minni, en reynt er að halda fram sumarið 2010 og aftur í mars 2011.
Samanlagt fela þessar vísvitandi rangfærslur í sér að hið háa Alþingi er augljós-lega andi blekkt til samþykktar á samgönguframtaki á 100% ríkisábyrgð á þeirri fölsku forsendu að mannvirkið verði,, sjálfbær rekstareining". Ekki aðeins er Alþingi blekkt vísvitandi. Fjölmiðlar eru mataðir með röngum upplýsingum. Reynt er að blekkja alla þjóðina.
Auk lygaumgjörðarinnar um Vaðlaheiðargöng bætist við skylt dularmálefni: Í spetember 2010, lokamánuði ráðherradóms KLM sem samgönguráðherra, lauk gerð Óshlíðarganga og Héðinsfjarðarganga. Allar götur síðan umlykur ströng leynd um uppgjörsmálefni vegna þeirra verka sem risu bæði yfir 90 % í kostnaði frá gerðum verksamningum. Sú leyndin á sér fleiri en eina ástæðu. Ein er sú að gífurvöxtur verktakaumbunar í þeim tilvikum hefði strax sumarið 2010 kollvarpað rangfærslutölum þá um uppgefinn kostnað við þriðju sambærulegu framkvæmd-ina, ríkisgöngin um Vaðlaheiði. Það er m.ö.o. lógík í lygavefnum.
Umdeilt hefur ,,gildi" Vaðlaheiðarganga verið á annan áratug. Þau eru dýr valkost- ur við allgóðan Þjóðveg nr.1 um Víkurskarð og sparar vegfarendum 9 mínútna akstur milli héraða eða um landið. Þykir mörgum skrítið að göngin flokkist nú til fremsta forgangsmáls ríkisins í vegaumbótum 2011. Verkið krefst lítils mannafla, mikils gjaldeyris.
Hæpið ,,umferðargildi" eða notagildi Vaðlaheiðarganga er ekki kjarni þessa pistils. Tilvera, gerð Vaðlaheiðarganga, mun litlu breyta til eða frá. Dæmatakan um það málefnið hefur almenna skýrskotun.
Lygaspuninn sem til grundvallar Vaðlaheiðarframkvæmd er stóralvarlegt málefni. Varla eða ekki hrýtur talsmönnum framkvæmdarinnar satt orð af munni um nokkuð það sem snýr að meginatriðum þessa málefnis. Að framan er rakið að vísvitandi er Alþingi blekkt, ýmisst með röngum upplýsingum, eða leynd á grunnupplýsingum,sem fyrir þinginu ættu að liggja. Sáldrað er ýmisst röngum upplýsingum eða skekktum til fjölmiðla á sama tíma og öll þjóðin er þannig blekkt Heildarmynd af skipan umferðarmála er gerð að fíflalegum rökleysuvaðli.
Dæmatakan um Vaðlaheiðarsögu að undanförnu segir af ríkisfjárfestingu, sem nú er metin til 10.4 ma kr. en gæti hrokkið í 20 ma kr. stofnkostnað ef marka má nýgerð sambærileg verk. Lítið brot af tilkostnaði á að greiða með sérgjaldi á veg-farendur. Sömu blokkir stórverktaka og nýverið hrepptu yfir 90% aukaumbun lagða ofan á samningsverð fyrir ríkisverk, bíða nú soltnar eftir nýrri smjörholu. Þær taka nú þátt í nýju útboðsferli. Öll áætlunin er umvafin barnalegu lýðskrumi.
Dæmatakan er tilvísun til þess,sem upphaflega er sagt um að ,,verktakahjálp ríkisins" er eitt meginstefið í ríkisstjórnnarstefnunni nú, það hjálparátak sem mótað var á síðasta tímabili hrunstjórnar Geirs Haarde fram að falli hennar 2009. Blái þráðurinn liggur frá dögum hennar allt fram til vorsins 2011. Sá þráður virðist vera óslitinn ennþá.
Íslenkir vegfarendur um þjóðveganet sitt greiða milljarða í eldneytisskatta árlega til þroska þess og viðhalds. Þá aðeins gera þeir það glaðir, að fullvissa sé um að faglega og málefnalega sé slíku gríðarfé ráðasfað af viðkomandi stjórnvöldum.
Dæmatakan að ofan bendir til þess að ráðstöfunin sé í annarlegum og jafnvel í fjarstæðukenndum farvegi. Hér er bent á sjúkling með bráðaþörf fyrir uppskurð.
Baldur Andrésson,
arkitekt.skipulagsfr.29.5.2011