Fara í efni

STRÍÐSREMBA STÓRVELDA HÉR OG ÞAR Í VERÖLDINNI

Ófyrirleitin stríðstiltæki NATO undir yfirstjórnun BNA á þessari öld gegn og innan afmarkaðra þjóðríkja í Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum hafa þar kostað mikið, keðjuverkandi stríðsböl fyrir ótaldar milljónir manna, kvenna, barna þjóðríkjanna. Árásarhneigð Vesturvelda reyna þau að fela undir yfirskini eigin, “ réttmætrar” hagsmunavörslu, kalla árásartiltæki sín “ varnartiltæki” og vaða á þeim forsendum yfir lögsögu og landamæri þjóðríkja að vild sinni og krefjast réttar til landsyfirráða. Sambærileg er nú auðsýnd stríðs- remba rússnesks herveldis gagnvart Úkraníu, studd mjög keimlíkum rökum og liggja stríðsrembu Vestur- velda að grunni, þegar þeim hentar að opinbera hana, t.d. á þessari öld. Fréttastofa NATO, RÚV á Íslandi, hefur það verkefni með höndum að umsnúa árásareðli NATO svo að sú stríðsvélin sýnist “friðarafl”, hver sem afurð hennar er í raun. Ofbeldisöfl, stríðsbrjálæðingar, mestu herveldi heims, hafa á sínum snærum vel starfandi áróðursvélar. Í séhverju tilviki fá þær hlutverk að framleiða “ rök” fyrir sýndu stríðs- ofbeldi þeirra afla, sem þeim stýra, umsnúa réttu eðli mestu stríðsafla og spara þá engin villuljósin. Raddir mannelsku, friðar, eru skipulega þaggaðar af æsiöflum stríða, þegar á reynir um mat á geggjun þeirra. Ekki er það ný bóla í heimi hér, en henni ber að eyða, Opinberun á Stórrúsneskri rembu gagnvart Úkraníu er auðvitað áfall öllum vitibornum. Mikilvægt er þó að við það magnist ekki enn stríðs- remba Vesturvelda, þórðargleði stríðsbrjálæðinga, sem vopnum veifa og kalla fram stríðsböl í veröld.