ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU
Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var samkvæmt lekanum ekki staðsett í Sýrlandi, heldur í „landi X“, hugsanlega Tyrklandi, var fengið til að gefa út þá skýrslu. Auk þess hefur nú komið í ljós að háttsettur aðili innan OPCW, hafi fyrirskipað að skýrslu virts eiturefnasérfræðings innan stofnunarinnar, Ian Henderson, skildi eytt og öll vegsummerki um hana þurrkuð út. Henderson komst að þeirri niðurstöðu að gashylkjum í meintri árás hefði ekki getað verið varpað úr þyrlum eins og gefið var í skyn, vegna lítilla skemmda á hylkjunum. Auk þess benti ekkert til þess að meint fórnarlömb hafi komist í tæri við eiturefni. Henderson hefur samkvæmt lekanum verið vikið úr starfi eða hann færður til.
Tareq Haddad, virtur blaðamaður Newsweek sagði upp störfum hjá blaðinu vegna málsins nýlega, ritstjóri blaðsins neitaði að birta grein sem hann hafði skrifað og á endanum var honum hótað málssókn. Tareq Haddad hafði einnig skrifað um efnavopnaárás á bæjinn Ras al-Ain í NA- Sýrlandi í október síðastliðnum, þar sem Tyrkir vörpuðu hvítum fosfór sprengjum, með skelfilegum afleiðingum. Þar hefur hann eftir heimildarmanni innan OPCW að stofnunin væri ekki að rannsaka málið, heldur einungis að fylgjast með framgang þess, og samkvæmt The Times of London er haft eftir nafnlausum heimildarmanni innan stofnunarinnar að þeim [OPCW] hafi verið ráðlagt af vissum sendiráðum Nató ríkja að flækja sig ekki í málið.
Ritstjóri Newsweek vitnaði í grein Bellingcat sem sönnunargagn um það að lekinn varðandi OPCW væri byggður á rangfærslum, og sakar Wikileaks og Stundina, sem birti leka 1 um að hafa ekki kynnt sér almennilega breytingar sem gerðar voru á skýrslunni að ósk rannsakenda:
„Based on this analysis, it is clear that WikiLeaks, the Daily Mail, La Repubblica, and Stundin have failed to understand the context of this letter and the final Douma report. If the people covering this story had actually taken the time to read the letter and the FFM reports, they may well have chosen to publicize it in a very different manner.”
Bellingcat hafði hins vegar ekki fyrir því að rökstyðja mál sitt og engum mikilvægum athugasemdum er svarað. Rannsakendur gera meðal annars athugasemd við þessa fullyrðingu: „The team has sufficient evidence at this time to determine that chlorine, or another reactive chlorine- containing chemical, was likely released from cylinders“ og segja um hana: „is highly misleading and not supported by facts“. Bellingcat svarar þessu með að segja að OPCW hafi vissulega leiðrétt skýrsluna með því að breyta orðalaginu um gashylkin úr likely í possible. Útkoman í lokaskýrslunni: „Based on the analysis results of the samples taken by the FFM from the cylinders, their proximity at both locations, as well as the analysis results of the samples mentioned under paragraph 2.6, it is possible that the cylinders were the source of the substances containing reactive chlorine.“ Þarna er skautað framhjá athugasemd rannsakenda um að niðurstaðan sé villandi og byggist ekki á staðreyndum. Ekkert er minnst á að klórgas hafi hvergi fundist í skaðlegu magni, né önnur eiturefni. Rannsakendurnir voru búnir að reyna mánuðum saman að fá einhvern til að hlusta á sig og þegar það var ekki gert sáu þau ekki annara kosta völ en að opinbera samskiptin. Í lok tölvupóstsins sem lekið var vitnar uppljóstrarinn í Edmund Burke og segir: “All that is required for evil to triumph is for good men to do nothing.”
Bellingcat birti ýtarlega skýrslu þann 11. apríl 2018, aðeins 4 dögum eftir meinta efnavopnaárás í Douma, byggða á sönnunargögnum frá Hvítu hjálmunum. Í henni voru óhugnarlegar myndir og myndbönd af tugum látinna tekin upp í byggingu á svæðinu þar sem einu af gashylkjunum átti að hafa verið varpað úr þyrlu í gegnum þak byggingarinnar og lent þar ofaná rúmi. Myndböndin voru tekin upp sama dag og efnavopnaárásin átti að hafa átt sér stað, þann 7. apríl 2018. Það sem skýrslan skilur eftir sig núna eru spurningar sem á enn eftir að svara; hvernig dó þetta fólk, þar sem engar vísbendingar um efnavopnaárás fundust? Þeir sem réðu yfir svæðinu á þeim tíma og höfðu gert í um 5 ár, voru hryðjuverkasamtök að nafni Jaish al- Islam, sem voru meðal annars þekktir fyrir að læsa íbúa inní búrum og keyra með þau um göturnar til að hindra að Sýrlandsher gæti náð því á sitt vald aftur. Hvert var hlutverk Hvítu hjálmanna meðal þeirra?
Viðtalið sem ekki mátti birta
Ítalska fréttastöðin RAI News 24 tók í lok nóvember viðtal við Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Viðtalið átti að birtast samtímis á RAI og í sýrlenskum fjölmiðlum þann 2. desember en hefur ekki enn verið birt þegar þetta er skrifað. Ástæðan var sögð vera ósamkomulag hjá ritstjórn blaðsins. Daginn sem viðtalið átti að fara í loftið barst skrifstofu forsetans beiðni um frestun, án nokkurra útskýringa og síðar tvær frestunarbeiðnir til viðbótar. Þegar leit út fyrir að viðtalið yrði ekki birt, gaf forsetaembættið út yfirlýsingu þess efnis að ef RAI hyggðist ekki birta viðtalið yrði það birt án samstarfs við RAI daginn eftir. Viðtalið var svo birt af forsetaembættinu þann 9. desember. Þar er Assad meðal annars spurður útí umrædda skýrslu OPCW og leka Wikileaks. Einnig er hann spurður um flóttamannastrauminn til Evrópu og gagnrýnir hann Evrópusambandið fyrir að vera meginorsök hans vegna stuðnings þess við hryðjuverkahópa frá byrjun stríðsins og ómannúðlegar viðskiptahömlur sem skapi fátækt í landinu.
En hver er ástæðan fyrir því að viðtalið var ekki birt - megum við ekki heyra allar hliðar málsins, og er þessi gagnrýni forsetans á ESB óréttmæt? Skýrslunni var „hagrætt“ eins og fram hefur komið, mikilvæg atriði voru tekin út og/eða þau orðuð á misvísandi hátt til gefa í skyn sekt Sýrlandsstjórnar og til að réttlæta ólöglegar loftárásir á Damaskus viku seinna. Evrópusambandið hefur svo sannarlega stutt og fjármagnað uppreisnina í Sýrlandi frá upphafi, ásamt Bandaríkjunum, Nató og bandamönnum þeirra við Persaflóa. Auk þess hafa tugir þúsunda vígamanna frá Evrópu og víðar ferðast ólöglega til Sýrlands í gegnum Nató ríkið Tyrkland. Viðskiptahömlurnar eru ekkert leyndarmál heldur, það má ekki einu sinni flytja olíu til landsins, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti ekki að þurfa. Bandamenn okkar sitja enn með hervaldi um olíulindirnar. „We´re keeping the oil!“ var haft eftir Trump.
Írak og Líbía
Í aðdraganda Írakstríðsins árið 2002 kom OPCW einnig til sögu, lyginni um gereyðingarvopn var haldið á lofti sem heilögum sannleik í fjölmiðlum með möntrunni „weapons of mass distruction!“ Þegar Bandaríkin voru að undirbúa innrás án nokkurra sannana, þótti þáverandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar, José Bustani, trufla það verkefni með því að ganga of vel í samningaviðræðum við Saddam Hussain. Þess var krafist að hann segði af sér undir eins, ellegar myndu Bandaríkin draga tilbaka fjárstuðning við stofnunina. Áður en hann var látinn fara var honum hótað af John Bolton sem sagði að ef hann yfirgæfi ekki stofnunina innan 24 klukkstunda myndi Washington finna leið til að vinna gegn honum, og bætti við: „we know where your children live. You have two sons in New York!“ Samkvæmt The Intercept, þrætti John Bolton ekki fyrir þessa hótun þegar blaðið sendi spurningu þess efnis á skrifstofu hans.
Áður en Gaddafi var myrtur 2011 var samkvæmt tölvupóstssamskiptum Hillary Clinton, sem Wikileaks birti, þegar byrjað að ræða hvernig fall hans gæti haft jákvæð áhrif á valdaránsverkefnið í Sýrlandi: „Likely the most important event that could alter the Syrian equation would be the fall of Qaddafi, providing an example of a successful rebellion.” Fall Gaddafi og sigur uppreisnarmanna í Líbíu átti að gefa gott fordæmi fyrir Sýrland, næsta verkefni á dagskrá. Hillary Clinton hló svo í sjónvarpsviðtali eftir innrás Nató í Líbíu þegar búið var að nauðga og myrða Gaddafi. Já, honum var nauðgað með kylfu áður en hann var myrtur og því sjónvarpað um allan heim. „We came, we saw, he died!“ sagði Hillary og hló.
Að hindra aðgengi að upplýsingum og sverta mannorð, eða fangelsa þá sem reyna að benda á spillingu og stríðsglæpi er í besta falli ólýðræðislegt. Meðferðin á Julian Assange og Chelsea Manning er viðvörun til okkar hinna, þau eru fordæmi fyrir það sem koma skal. Ef fulltrúar okkar á Alþingi og í Evrópuráðsþinginu gera ekkert til að mótmæla þessari meðferð erum við að samþykkja áframhaldandi ofbeldi gegn uppljóstrurum, útgefendum og blaðamönnum.