ÞÖRF UMRÆÐA UM VEIRU
Í athyglisverðu bréfi Ólínu Þorvarðardóttur og Frosta Sigurjónssonar til heilbrigðisyfirvalda, gætir margs konar misskilnings einkum og sér í lagi þess að ekki er vigtað á réttri vigt, hverjar eru afleiðingar hinna ýmsu aðferða við að bregðast við nýjustu flensunni.
(Vísað er í fyrrgreint bréf hér á þessari heimasíðu og er það vel: https://www.ogmundur.is/is/greinar/omissandi-folk-i-lydraedisthjodfelagi)
Margir af þekktustu veiru- og faraldsfræðingum heims, t.d. Dr. Jay Bhattacharya og Dr. John Ioannidis, báðir prófessorar við Stanford háskóla, Dr Sucharit Bhakdi, Professor Emeritus í veirufræði í Mainz, Pablo Goldschmidt veirufræðingur í Frakklandi, Tom Jefferson, Carl Heneghan, fræðimenn hjá CEBM (Center for Evidence Based Medicine https://www.cebm.net/2020/03/covid-19-the-tipping-point), Dr. Ansgar Lohse, yfirmaður Háskólasjúkramiðstövarinnar í Hamborg, Dr. Andreas Sönnichsen, yfirmaður fjölskyldulækninga við Læknaháskólann í Vín, Prófessor John Oxford við Queen Mary University í London, Dr John Lee hjá NHS, ítalski veirufræðingurinn Giulio Tarro, Dr, Knut Wittkowski prófessor í New York (og reyndar margir fleiri), halda því fram að dánartíðni vegna Covid 19 sé mun lægri en í hefðbundinni flensu. (sjá yfirlit https://swprs.org/a-swiss-doctor-on-covid-19/).
Flestir halda því fram að það að fækka smitum, geri það að verkum að við fáum aðra öldu í haust og næsta vor. Veiru sem þessa er ekki hægt að "kveða niður" hún deyr út af sjálfu sér eða verður á meðal okkar um ókomin ár og aldir. Að veikja samfélögin efnahagslega er alltaf vitlausasta leiðin segja allir þessir menn. Síðan má minna á að það er aldrei hægt að "bjarga" mannslífum, aðeins er hægt að fresta dauðanum.
Ekki er víst að allir vilji það eftir að búið er að taka af þeim lífsbjörgina.
Björn Jónasson