BOÐBERAR LÝGINNAR?
Það er eitt sem mig langar að spyrja þig Ögmundur. Ef það kæmi nú til þín maður og segði við þig. Ögmundur ef þú lætur mig fá 10% af laununum þínum í 40 ár þá skal ég sjá til þess að þú hafir alltaf nóg það sem eftir er ævinnar. Hvað mundir þú bláeygður maðurinn hugsa? Að hann væri í vinnu hjá Maddloff? Að hann væri fjárhættuspilari sem tímdi ekki að nota eigin peninga í spilasukkið?
En er ekki orðið nokkuð ljóst að þetta besta lífeyrissjóðakerfir heims (heimild Tryggvi Þór Herbertsston) er ekkert annað en brask og svindl þeirra sem vilja skara elda að sinni eigin köku og svo eru bláeygðir verkalýðsforingjar eins og þú látnir vera boðberar lýginnar án þess að gera sér grein fyrir því. Ögmundur nú værirðu maður að meiri ef þú stendur upp og viðurkennir mistök þín sem stjórnarmanns og leggur til að þetta kerfi verði gert upp, verðmæti sem þar finnast hugsanlega verði skilað til eigenda sinna sem geta síðan ráðstafað þeim annaðhvort til íbúðalánasjóðs á 1.5% vöxtum eða í ríkisskjuldabréf á sömu kjörum en að þeim fjármunum verði síðan skilað til eigendanna við 67 ára aldur. Þetta samkrull verkalýðsforingja svokallaðra og atvinnurekenda er undirrót allrar spillingar á Íslandi.
Sigurður Haraldsson
Mér finnst síðari hluti bréfs þíns eins góður og mér finnst fyrri hlutinn slæmur. Ég hef aldrei verið bláeygur gagnvart þessu kerfi. Ég hef skrifað um það, talað fyrir breytingum og gert um þær tillögur í áravís. Ég hélt að þessi málflutningur hefði ekki farið sérstaklega hljótt! En við skulum ræða niðurstöður þínar um að lífeyrir gangi til samfélagslegra og uppbyggilegra verkefna. Þar er ég á einu máli með þér. Langar til að biðja þig að lesa erindi sem ég flutti í ársbyrjun 2008 um þróun lífeyriskerfisins: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/er-kominn-timi-til-ad-selja-thoturnar
Ögmundur Jónasson