Bókhaldið hjá Pétri Blöndal
Pétur Blöndal segir í fjölmiðlum að hagnaður sinn af sölu SPRON myndi verða um tvær milljónir. Það séu ekki peningar sem ríði neinn baggamun í sínu bókhaldi og það væri þá staðfesting á hæfni hans til að fjalla um og jafnvel að stjórna umfjöllun í þingnefnd um tilgreint mál á grundvelli málefnis en ekki hagsmuna. Hann bætir við að allar ákvarðanir á Alþingi varði einhvern, hagsmunatengsl séu alltaf einhver. Þjóðarmeinsemdin sé fé án hirðis og gefur hann þá langt nef öllum þeim sem fara með peninga og áhrif sem almenningur á. Samfélagsábyrgð sé ekki til án skilgreinds eignarhalds eða öllu heldur hagsmuna. Í þessu efni minnist ég hagfræðiprófessors sem var að fjalla um fórnarkostnaðarhugtakið og spurði nemendur sína hvað þyrfti að borga þeim fyrir að vera með verk í síðunni og bætti svo við að þetta væri dæmi til að benda á að allir hlutir hefðu verð. Þá varð ungum áheyranda spurn hvað með ástand eins og hamingju og sorg. Þá var svarað já öll breytni manna hefur verð. Er verð þá sama og afleiðingar spurði þessi ungi sveinn.
Varasamt er að úrskurða þingmenn frá umfjöllun um mál. Þeir eru til þess kjörnir af þjóðinni að fjalla um mál og setja lög. Hitt er annað að það á að
bjarni.