BÓNDINN Á BAKKA OG ÁLITSGJAFINN FRÁ HÓLUM Í HJALTADAL
10.12.2006
Sunnudagskastljós Evu Maríu eru prýðileg. Það á alla vega við um Kastljósþáttinn í kvöld þar sem rætt var við Ásthildi Skjaldardóttur, bónda á Bakka á Kjalarnesi, eina kúabúi Reykjavíkur. Lífið snýst ekki bara um viðskipti, sagði bóndinn á Bakka, heldur um börn, fjölskyldu og samfélag.
Heyrt hef ég í fólki sem tendraðist upp. Einn þeirra var fyrrum skólameistari bændaskólans á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði, þar áður bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og enn lengra aftur bóndasonur á Ströndum. Þetta er að sjálfsögðuJón Bjarnason , þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Jón Bjarnason hringdi í mig í kvöld og spurði hvort ég hefði heyrt þetta viðtal við Ásthildi Skjaldardóttur. Það hafði ég ekki gert en hlustaði á það á netinu að ráði Jóns. Eftir að hlusta á viðtalið við Ásthildi skil ég hvers vegna Jón Bjarnason hafði hrifist. Það er einfaldlega traustvekjandi að hlusta á fólk sem hefur trú á sjálfu sér, íslenskum landbúnaði og að hann eigi erindi inn í framtíðina. Í kvöld segir Jón Bjarnason á vefsíðunni http://naut.is eftirfarandi ( og tek ég undir hvert hans orð): " Málflutningur Ásthildar í Kastljósi í kvöld var svo einstaklega hlýr og þrunginn virðingu og gleði gagnvart lífinu og búskapnum að það lét engan sem á horfði ósnortinn. Það eru einmitt rök fólks eins og Ásthildar,hennar afstaða og sýn sem mun bera íslenskan landbúnað inn í framtíðina. Megi Ásthildur hafa kæra þökk fyrir."
Hér er tengillinn á umrætt Kastljós: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301671
Heyrt hef ég í fólki sem tendraðist upp. Einn þeirra var fyrrum skólameistari bændaskólans á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði, þar áður bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og enn lengra aftur bóndasonur á Ströndum. Þetta er að sjálfsögðu
Hér er tengillinn á umrætt Kastljós: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301671