Fara í efni

BÓNUSAR Í BÖNKUM: ÆTLA MENN EKKERT AÐ LÆRA?


Þjóðverjar hyggjast banna bónus greiðslur í bönkum og setja hámark á launagreiðslur í bönkum. Sarkozy Frakklandsforseti hefur látið banna bónusgreiðslur í bönkum sem hafa þurft á aðstoð ríkisins að halda. Meira að segja breskir íhaldsmenn hafa gagnrýnt hugmyndina um bónusgreiðslur í bönkum. Sumir telja að bónusgreiðslur séu grundvöllur spillingar í bankastarfsemi.
Sannast sagna ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum þegar  fréttir bárust af því að -bankarnir væru í þann veginn að koma á að nýju „bónuskerfi" innan sinna múra. Í gær innti Smugan.is mig álits á þessu og gagnrýndi ég þar þessa ráðstöfun, minnti á að þetta hefði verið fylgifiskur hrunhugsunarinnar og tími til kominn að læra af mistökunum í stað þess að endurtaka þau. : http://www.smugan.is/frettir/nr/2859
Bónusfólk bankanna hefur sýnt og sannað með kröfum sínum á hendur þrotabúa gjaldþrota banka að litið er svo á að bónusinn eigi bara að virka í aðra áttina. Á meðan þú skapar eigendum bankanna gróða á bónusinn að gilda vegna „árangursins" en þegar sami „árangur" reynist þannig til kominn að hann gróf undan  starfseminni og þjóðfélaginu í heild, þá skal allt vera grafið og geymt.
Bankar eru samfélagsstofnanir sem eiga að þjóna fólki og fyrirtækjum.