Fara í efni

BORGIN VILL BÓLU!

Reykjavíkurborg hefur vanrækt að styðja við Félagsíbúðir í samræmi við það sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Í staðinn ætlar borgin að styðja byggingarfyrirtæki ASÍ, Bjarg. Vanrækslan hefur valdið því að nú á skyndilega og með andfælum að blása út stóra bólu á vegum verktakafyrirtækja, sbr, ummæli borgarstjóra; „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,"
Sigurður Hannesson, talsmaður iðnaðarins, segir þetta af og frá, það hafi hins vegar staðið á framboði lóða.
Ég hef stutt vinstri menn og mun væntanlega enn gera, alla vega kýs ég ekki Íhaldið. En er þetta hægt?!!!
Jóel A.