Fara í efni

BRÁÐABIRGÐA-RÍKISSTJÓRN GERIR ENGIN KRAFTAVERK

Sæll félagi og vinur. 
Það er gaman að  annars vegar hvernig stjórnmálamaður og hins vegar hinn almenni kjósandi lítur á málin.  Formaður VG gefur Viðskiptaráðherra ½ prik fyrir afsögn hans en maðurinn á götunni fagnar því að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisinns segir ráðherra af sér vegna kröfu frá fólkinu á götunni.  Þarna finnst mér koma  í ljós megin munur á þér og öðrum stjórnmálamönnum.  Þú ert ekki bara í sambandi við þröngan hóp sem er sammála þér í einu og öllu.  Þú hlustar á fólk með mismunandir skoðanir og dregur svo þínar ályktanir af þeim.  Annað sem ég er að velta fyrir mér.  Hvers vegna liggur VG svona á að komast í stjórn?  Af hverju bíðið þið ekki eftir kosningum?  Þær verða í síðasta lagi 9. mai. Væri ekki skynsamlegra að setjast í stjórn með umboð frá þjóðinni heldur en að fara að mynda bráðabirgðastjórn með SF?  Mér finnst Steingrímur (og þá væntalega VG) allt of æstir að komast í stjórn og þá læðist að mér sá grunur að flokkurinn líti svo að þetta sé hans eina von um að komast til valda.  Ef að flokkurinn hefði hins vega trú á sér biði hann eftir umboði frá þjóðinni.  Ég hef ekki trú á því að bráðabirgðastjórn myndi ná að gera einhver kraftaverk.  SF er í allsherjar upplausn núna og að mínu mati væri það glapræði að fara að mynda bráðabirgða stjórn með henni. 
Að lokum vil ég vekja athygli þína að skoðanakönnun í Fréttablaðinu í þar sem fram kemur að tæp 60% eru á móti aðild að ESB og finnst mér það frábærar fréttir.
Með kveðju,
Sigurbjörn Halldórsson