Fara í efni

BREGÐUMST EKKI!


Heimili og skóli hafa sýnt frábært frumkvæði í eineltismálum. Nú síðast með útgáfu bæklings um einelti eftir Þorlák H. Helgason. Bæklingurinn er afar vel unninn og hvet ég fólk til að nálgast hann og taka þátt í vitundarvakningunni um einelti sem Heimili og skóli hafa nú efnt til. Samtökin hyggjast beita sér af alefli í þágu þeirra sem verða fyrir einelti með skelfilegum afleiðingum - óhamingju og sárum á sálinni sem margir losna aldrei við. Þessu fólki megum við ekki bregðast. Einelti verður að uppræta með öllu!

Rannsóknir benda til þess að um fimm þúsund börn verði fyrir einelti á ári hverju og er það óhugnanlega há tala. Hér skiptir hver og einn máli. Nokkrir einstaklingar sem orðið hafa fyrir einelti hafa stigið fram í fjölmiðlum að undanförnu og sagt frá reynslu sinni. Þar með sýna þeir ábyrgð og lofsvert hugrekki. Fjölmiðlar eiga einnig lof skilið fyrir að sinna málefninu vel og svara kalli Heimilis og skóla.

Á heimasíðu samtakanna er að finna slóðir á umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga.
http://www.heimiliogskoli.is/?pid=8533&news2stage=2&news_id=115879
http://www.heimiliogskoli.is/?pid=8533&news2stage=2&news_id=115861