BREIÐUM ÚT FAÐMINN!
Sæll Ögmundur, það er ekkert víst að þetta bréf mitt hér eigi eitthvað sérstakt erindi við síðuna þína, en mig langar til að, eins og tugur þúsunda hér á landi, skora á þig og útlendingastofnun sem væntanlega fellur undir þitt ráðuneyti að veita Priyanka Thapi dvalarleyfi hér, ég geri mér grein fyrir þvi að það á ekkert að vera auðvelt ferli að fá landvistarleyfi hérna, en hér er stúlka sem ég þó þekki ekki persónlulega, sem hefur stundað hér nám, séð um 8 íslensk börn og á von á þvi að verða nauðug gift sér margfalt eldri manni án hennar vilja, ( eitthvað sem mætti setja til jafns við þrælkun ) viljum við stuðla að þrælkun ungs fólks? Það að hún hafi sótt um landvistarleyfi af mannúðarsjónarmiðum er eitthvað sem við verðum að skoða af alvöru en ekki léttúð, það að gifta manneskju gegn vilja hennar mætti einnig flokka undir mansal og það er ekki eitthvað sem okkur finnst líðandi í okkar menningar heimi er það? Hér er ung stúlka, sem gengur vel í námi hér, langar að mennta sig meira hérna, á von á þvi að verða seld mansali verði hún send heim, réttum út faðminn tökum á móti henni segjum já við viljum hjálpa þér, hér hafa í gegnum tíðina íþróttamenn fengið landvistarleyfi og ríkisborgararétt, fyrir það eitt að geta dripplað eða kastað bolta, just think about it.
Kv .
Steinar Immanúel Sörensson, 5 barna faðir, öryrki og réttlætissinni