Að undanförnu hafa menn nokkuð velt fyrir þeirri ákvörðun forsætisráðherra að láta rita sögu forsætisráherra landsins fram á þennan dag og gefa bókina út 15. september þann dag sem Davíð Oddsson stendur upp fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Í frjálsum pennum hér á síðunni fjallar Kristján Hreinsson skáld um valdabrölt í Stjórnarráði Íslands á ómyrkan hátt eins og við er að búast frá Kristjáni. Hann segir m.a. að forsætisráðherrann haldi "himinblárri verndarhendi yfir vinum sínum, togar í spotta og talar til manna ef aðstoðar er þörf. Hann getur opnað mönnum aðgang að sendibréfum, opnað fjárhirslur, látið frjálshyggjugúrú fá ríkisábyrgð á greiðslukort, fengið menn til að kaupa bílfarma bóka og sagt mönnum að sýna í sjónvarpi það sem hann sjálfan langar að horfa á. Hann getur meira að segja fengið ríkisvald frjálshyggjunnar til að gerfa út bók sem enginn nennir að lesa.
Drottinn blessi þessa breisku og bókelsku þjóð – hún þarf á því að halda!"
Sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/kristjan-hreinsson-skald-skrifar-um-opinberunarbaekur