Fara í efni

BSRB 65 ÁRA Í DAG

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja var stofnað í Reykjavík 14. febrúar árið 1942 og fagnar því 65 ára afmæli sínu í dag. Tilkoma heildarsamtakanna hleypti nýjum krafti í kjarabaráttu opinberra starfsmanna. Þegar á fyrstu starfsárunum náðu BSRB og aðildarfélögin umtalsverðum árangri í réttinda- og kjaramálum.

BSRB eru fjölmennustu hagsmunasamtök opinberra starfsmanna hér á landi. Stofnfélög bandalagsins árið 1942 voru 14 og höfðu á að skipa um 1550 félagsmönnum. Í ársbyrjun 2007 voru aðildarfélög bandalagsins hins vegar 27 og félagsmenn um 20 þúsund talsins. Þar ef eru konur um 70%.

Sjá nánar frétt á heimasíðu BSRB