BSRB býður upp á vatn
Um heim allan er um það deilt hvort einkavæða eigi vatnið. Þessar deilur fara fram á löggjafarsamkundum, í sveitarstjórnum og annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar um eignarhald á vatnsbólum. Í fyrravor kom fram á Alþingi frumvarp sem heimilaði sveitarfélögum að einkavæða neysluvatn. Þessu var kröftuglega mótmælt og var frumvarpið dregið tilbaka. Ekki er vitað hvort það dúkkar aftur upp á þingi og þá hvort það yrði í sömu mynd og í vor. En áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar er nauðsynlegt að fólk kynni sér málin, reynslu annarra þjóða í þessum efnum, hvernig til hefur tekist hjá þeim sem einkavætt hafa vatnið. BSRB hefur opnað sérstakt horn á heimasíðu samtakanna þar sem aðgangur er veittur að gögnum um þetta efni.
Kynnum okkur málin. Hér er síðan:
http://www.bsrb.is//page.asp?ID=688