BSRB FAGNAR ÁKVÖRÐUN RÍKISSTJÓRNARINNAR AÐ HVERFA FRÁ EINKAVÆÐINGU ÖRYGGISGÆSLU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
14.12.2006
Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að færa öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli undir opinbera aðila að nýju. Eins og fram kom í fjölmiðlum í sumar var einkafyrirtæki falið að annast hluta öryggisgæslunnar gegn hörðum mótmælum Landssambands lögreglumanna, Tollvarðafélags Íslands og heildarsamtakanna BSRB.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er í samræmi við kröfur og ályktanir BSRB, nú síðast á 41. þingi bandalagsins í október. Á stjórnarfundi BSRB síðastliðinn þriðjudag var samþykkt ályktun um þetta efni og má nálgast hana HÉR.