Bush ósáttur við pyntingar – Halldór líka
Hrikalegar eru myndirnar og frásagnirnar sem birtast af pyntingum hernámsliðsins á föngum í Írak. Þetta eru mennirnir sem Bush segir hafa verið senda til að frelsa Íraka. Nú berast líka fréttir af því, að herinn sem hernámsliðið hefur fengið völdin í hendur í Fallujah sé íklæddur hermannabúningum stjórnarhersins frá dögum Saddams Husseins. Það er svosum ekki órökrétt því þetta eru sömu mennirnir! Sú spurning vaknar í mínum huga, hve lengi sé eiginlega hægt að teyma okkur á asnaeyrunum. Það gladdi mig því að heyra Halldór Ásgrímsson fordæma pyntingarnar í fréttatíma Sjónvarps. Ég kom inn í miðjan fréttatímann þar sem utanríkisráðherra var að úttala sig. Svo kom skýringin í afkynningu fréttatímans. Bush hafði áður fordæmt pyntingarnar! Þetta var því allt samkvæmt formúlunni: Að fylgja fordæmi Bandaríkjastjórnar í öllu. Ósköp er þetta dapurlegt.
Hafsteinn Orrason