Fara í efni

BYLGJAN: ER VERKALÝÐSHREYFINGIN AÐ RÍSA UPP?

Bylgjan í bítið 2 rétt
Bylgjan í bítið 2 rétt


Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um auglýsingar frá Samtökum atvinnulífsins og Verkalýðsfélagi Akraness um launahækkanir. Ekki vorum við á einu máli um það efni en ég fagnaði því að sjá og heyra að fólk innan verkalýðshreyfingarinnar væri vel lifandi og greinilega staðráðið að láta ekki SA vaða yfir sig á skítugum skónum.
Þá var rætt um athyglisverða samanburðarúttekt sem verið hafði til umræðu í Sprengisandsþætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni í gær, þar sem meðal annars kom fram að tækjakostur á heilbriðgissviði væri sennilega sambærilegur hér á landi við það sem gerðist í samanburðarlöndum okkar en tækin væri hins vegar ekki að finna á heilbrigðisstofnunum. Það þýðir að þau eru staðsett hjá einkaaðilum. Skyldi þetta vera betra og hagkvæmara fyrir þá sem þurfa að njóta og þá einnig skattgreiðendur?
Þátturinn er hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=22677

DV um samræðurnar: http://www.dv.is/frettir/2013/11/25/yfirgengileg-mannfyrirlitning-i-thessum-auglysingum/

Nokkrar slóðir á yfirlýsingar og auglýsingar:

SA auglýsing: http://vimeo.com/79879402

Yfirlýsing SGS: http://www.sgs.is/yfirlysing-fra-samninganefnd-sgs-vegna-kjaravidraedna-sgs-vid-sa/

Pistill formanns BSRB: http://bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2013/11/25/Pistill-formanns-BSRB/

Yfirlýsing ASÍ: http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-3921/

Athyglisverður pistill: http://ingimarkarl.is/?p=7019/ 

Verkalýðsfélag Akraness: http://www.dv.is/frettir/2013/11/22/okkar-motsvar-vid-arodursmyndbandi-sa/