Davíð lætur engan ósnortinn
15.08.2003
Davíð Oddsson, forsætisráðherra hefur greinilega ekki látið lesendur þessarar síðu ósnortna þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum til að lýsa sigrum sýnum á vettvangi alþjóðastjórnmála, sbr. bréfin frá þeim Þjóðólfi og Hafsteini Orra. Sigurinn fólst í því að koma Bandaríkjamönnum í skilning um að vera hersins á Íslandi snýst ekki um hvað nauðsynlegt er í því efni, heldur hver pólitískur vilji manna er. Þannig er að skilja að fráleitt sé að eyða tíma í að meta meintar varnar- eða hernaðarþarfir heldur beri mönnum að einblína á hvað henti stjórnmálmönnum. Þetta eru samskipti í andanum æ skal sér gjöf gjalda.
Í samræmi við þetta lagði Davíð Oddsson höfuðkapp á að ryðja öllum tæknikrötum úr vegi og ná sambandi við þann sem hann telur öllu ráða, sjálfan forsetann. Í sjónvarpsviðtölun skírskotaði hann í gríð og erg til forsetans og töldu einhverjr að þar væri átt við Ólaf Ragnar Grímsson en áttuðu sig þó fljótlega á því að forseti Davíðs heitir George Bush og býr vestur í Bandaríkjunum. Forsætisráðherra Íslands átti að vísu ekki beint samtal við Bush um niðurstöðu hermálsins, sem gengur út á að fresta brottför hersins um sinn, heldur öryggisráðgjafann dr. Condoleezzu Rice, sem Davíð gætti sín á að titla á viðeigandi hátt. Þeir Þjóðólfur og Hafsteinn Orri leggja út af viðtölunum við Davíð Odsson í lesendabréfum hér á síðunni .
Í samræmi við þetta lagði Davíð Oddsson höfuðkapp á að ryðja öllum tæknikrötum úr vegi og ná sambandi við þann sem hann telur öllu ráða, sjálfan forsetann. Í sjónvarpsviðtölun skírskotaði hann í gríð og erg til forsetans og töldu einhverjr að þar væri átt við Ólaf Ragnar Grímsson en áttuðu sig þó fljótlega á því að forseti Davíðs heitir George Bush og býr vestur í Bandaríkjunum. Forsætisráðherra Íslands átti að vísu ekki beint samtal við Bush um niðurstöðu hermálsins, sem gengur út á að fresta brottför hersins um sinn, heldur öryggisráðgjafann dr. Condoleezzu Rice, sem Davíð gætti sín á að titla á viðeigandi hátt. Þeir Þjóðólfur og Hafsteinn Orri leggja út af viðtölunum við Davíð Odsson í lesendabréfum hér á síðunni .