Fara í efni

DÚÓ INGOLFSSON – STOUPEL Í HANNESARHOLTI Á SUNNUDAG

Næstkomandi sunnudag,16. júní klukkan 20:00, halda hjónin Judith Ingolfsson og Vladimir Stoupel hljómleika í Hannesarholti í Reykjavík. Á dagskránni eru sónötur fyrir fiðlu, víólu og píano eftir Rebeccu Clarke.

Bæði eru þau hjón kunn í hljómlistarheiminum og þykja standa þar í allra fremstu röð. Bæði hafa þau margoft komið fram á hljómleikum á Íslandi en Judith átti sín bersnsku hér á landi en faðir hennar er íslenskur.

Hér má sjá nánar um tónleikana í Hannesarholti sem flestir mættu frétta af: https://hannesarholt.is/vidburdur/duo-ingolfsson-stoupel-heidrar-verk-rebecca-clarke/

---------------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.