EF OF GOTT TIL AÐ VERA SATT ÞÁ SENNILEGA EKKI SATT
Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að stöðva allar framkvæmdir og framfaramál. Ég get ímyndað mér að hún sé örðin nervös vegna þessa og vill alls ekki veita viðnám í nokkrum málum sem gætu skapað vinnu í verktakageiranum. En er það ekki ankannalegt að á sama tíma og það á að skera niður um 30 milljarða á ári í ríkisrekstrinum næstu árin er ákveðið að halda áfram með gamla tillögu sem þeir Davíð og Halldór höfðu í sem mestum metum. Þetta er bóluáraprósjekt þar sem áætlanir voru gerðar af sama stóruhug og t.a.m stóra tónlistarhúsið.
Maður spyr sig hvernig standi á því að þegar þjóðin hefur ekki efni á að greiða því fólki kaup sem það hefur þegar í vinnu getur það sett 50 milljarða í steinsteypuframkvæmd. Getur verið að þetta verkefni sé slík gullnáma að það borgi sig að ráðast í það þó svo við séum á hausnum. Sagan segir að þetta kosti ekki neitt - nema leigu í 40 ár - sem hagræðing í rekstri Landspítalans skili til baka. Eitt stórt verkefni skapar störf í hönnunargeiranum og verktakabransanum. Hver getur verið á móti þessu? Ég hef hins vegar verið að hugleiða það eftir reynsluna af hinu svokallaða bankahruni að ef það er of gott til að vera satt þá er það sennilega ekki satt.
Ella Kristín