EFTRILITSHLUTVERK ALÞINGIS TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI
05.05.2014
Í morgunþætti Bylgjunnar ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um ýmis mál sem ofarlega eru á baugi og bar hæst „lekamálið" úr Innanríkisráðuneytinu en upplýst hefur verið að minnisblað - eða samantekt (einsog ráðherra vill nú kalla minnisblaðið) - var útbúið í ráðuneytinu og fengið ráðherra og aðstoðarmönnum í hendur daginn áður en frásögn af því birtist í fjölmiðlum.
Nú munu menn vilja fá botn í málið og þá ekki síst hvernig það sem sagt hefur verið um það opinberlega rími við veruleikann.
Það er hlutverk Alþingis að setja lög en einnig ber því lögum samkvæmt að veita framkvæmdavaldinu aðhald og hafa með því eftirlit. Þetta var rætt í morgun.
Í þættinum var einnig rætt um auðlindagjaldið og trúverðugleika stórútgerðarinnar.
Hér má nálgast spjallið.