Fara í efni

EINELTISDAGUR TIL ÞESS AÐ MINNA Á AÐ ALLIR DAGAR ERU EINELTISDAGAR

Frá árinu 2011 hefur 8. nóvember verið útnefndur eineltisdagur. Stundum hefur farið mikið fyrir þessum degi, stundum lítið. Því miður fer lítið fyrir þessum degi nú. Alltof litið. Kannski kem ég ekki auga á það. Vandinn er sá að öll þyrftum við að koma auga á mikilvægi dagsins því honum er ætlað að minna okkur á að allir dagar eiga að vera baráttudagar gegn einelti. Eineltið gerir sér nefnilega engan dagamun.

Árum saman birtum við Helga Björk Grétu- Magnúsardóttir í sameiningu hugleiðingu í fjölmiðlum um einelti og jafnframt hvatningu um að samfélagið sameinaðist um gera allt sem í þess valdi stæði til þess að sporna gegn einelti. 

Ég hafði hrifist af eldmóði Helgu Bjarkar sem komið hafði á minn fund í heilbrigðisráðuneytinu á árinu 2009 þegar ég gegndi þar ráðherrastöðu og hvatt mig til dáða. Í kjölfarið var sett á fót nefnd sem skipuð var fulltrúum nokkurra ráðuneyta og varð þetta starf kveikja að frekara starfi, sem hér má fræðast um: https://mms.is/dagur-gegn-einelti

Upphafið þekki ég, það er að finna í grasrótinni og var Helga Björk þar helstur frumkvöðull þótt þess sé hvergi getið - í það minnsta ekki sýnilega - í opinberum gögnum. Og það veit ég líka að aldrei gafst hún upp. Til marks um að það voru fyrrnefnd skrif sem voru að hennar frumkvæði en með minni aðkomu sem meðhöfundur.

Sjálf hafði Helga Björk kynnst einelti og heitið því að vinna gegn því eins og hún framast gæti.

Í þessum baráttuanda hvet ég alla til að þeyta bílhorn eða hringja bjöllum klukkan eitt í dag – á eineltisdaginn – til að minna okkur sjálf á eigin ábyrgð og samfélagið allt að sama skapi. Á myndinni er lítil bjalla frá Nepal að ég held, sem góð vinkona mín gaf mér. Í þessa bjöllu frá Himalaja fjöllunum slæ ég klukkan eitt. Ég hef þá trú að frá henni berist bara góðir hljómar. Til þess var hún gerð.

Einelti er félagslegt ofbeldi og aðeins með félagslegri samstöðu verður það upprætt.

Eftirfarandi eru slóðir á nokkur af framangreindum skrifum:

 

https://www.ogmundur.is/is/greinar/voknum-og-vekjum-adra-til-vitundar-um-einelti


httpshttps://www.ogmundur.is/is/greinar/vaknigarord-a-


https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-einelti-i-seltjarnarneskirkju


eineltisdegi://www.ogmundur.is/is/greinar/eineltiendurtekid-efni


https://www.ogmundur.is/is/greinar/til-umhugsunar-a-eineltisdegi


https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-eineltisvaktinni-ma-aldrei-sofna


https://www.ogmundur.is/is/greinar/eineltisdagurinn-er-a-fostudag


https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-tilefni-af-degi-eineltis-8-november

-----

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.