"EINRÆKTAÐUR" HÆSTIRÉTTUR
Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins Í gær var fróðlegur fundur vestur í Lagadeild Háskóla Íslands um málefni Hæstaréttar. Þar kemur fram í máli Hrafns Bragasonar fyrrum hæstaréttardómara að allir núverandi dómarar réttarins hafi verið skipaðir af Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur komið fram í máli ýmissa sem virðast eiga „sárt um að binda" í vandræðunum miklu sem flokkur þessi á við að stríða við stjórn Reykjavíkurborgar, „að gæta verði hagsmuna flokksins" varðandi þennan vandræðagang. Hagsmunir meginþorra Reykvíkinga kunna að vera aðrir en flokks þessa. Ef e-ð deilumál kemur upp og í ljós kemur að þar er hagsmunagæsla andstæð Sjálfstæðisflokknum, þá getur við áfrýjun slíks máls til Hæstaréttar orðið til enn ný vandræði. Ryðja verður öllum réttinum og skipa nýja, enda allir dómarar réttarins verði að víkja vegna vanhæfis. Hæstiréttur getur ekki lagt hlutlægt mat á það ágreiningsefni vegna þess að þeir fylgja allir þessum flokki að málum. Niðurstaða slíks réttar verður alltaf því marki brennd að huglægt mat hafi ráðið. Því miður er oft góður júrídískur praxís látinn sigla lönd og leið af minna tilefni. Hvað finnst þér um þessa stöðu mála? Legg eindregið til að Vinstri Græn leggi fram formlegt þingmál um þetta grafalvarlega málefni. Nú er ljóst að framkvæmdarvaldið hefur að jafnaði haft síðasta orðið varðandi löggjafarvaldið. Nú er dagsljóst að kominn er „einræktaður" Hæstiréttur fram á sviðið. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið ár sinni ansi snoturlega vel fyrir borð. Sjálfstæðisflokkurinn ræður orðið nánast öllu á Íslandi sem lífsanda dregur á Íslandi hvort sem það heitir Stjórnarráðið, Hæstiréttur, Seðlabankinn, Landsvirkjun, sveitarstjórnir og jafnvel Alþingi. Nú er tími kominn og segja: hingað og ekki lengra! Við erum búin að fá nóg af svo góðu! Bestu baráttukveðjur úr Mosfellsbæ.
Guðjón Jensson http://mosi.blog.is