Fara í efni

EINSTAKLINGAR MUNU KLJÁST

Kæri Ögmundur.
Til að gera langa sögu stutta þá er það orðið nokkuð ljóst að kosningar til þings munu sjá dagsins ljós mun fyrr en reiknað hefur verið með. Eins og fram hefur komið áður í skrifum mínum er ég brottfluttur sjálfstæðismaður og sem slíkur er kannski ekki auðvelt að taka sér bólfestu í baklandi stefnu sem þinn vettvangur boðar. Ég er hins vegar meðvitaður þeirrar staðreyndar að hugur minn er sannfærður og þar af í framhaldi mun ég ótrauður tjá mig á þeim nótum. Framundan eru átök sem munu eflaust setja mark sitt á flokkinn. Einstaklingar munu kljást og þegar yfir lýkur munu væringar verða með þeim hætti að sárum mun verða frá vikið. Ég geri það hér með að tillögu minni að þú beitir þér fyrir því að Lilja Mósesdóttir fari fram gegn Svandísi þegar þar að kemur og að hún muni sér til fulltingis hafa nöfnu sína, Grétarsdóttur. Bóndinn ungi yrði þar ekki slæm viðbót.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali

Sæll Óskar og þakkir fyrir bréfið. Hef trú á að allt það fólk sem þú nefnir muni verða saman á báti í næstu kosningum sem ég spái að langt sé í. En þú ert hjartanlega velkominn í hópinn!
Kv.,
Ögmundur