Fara í efni

EKKERT VESEN Á NETINU?

Þakka þér fyrir að minna á hverjir eru stóriðjuflokkarnir á Íslandi. Það verður nefnilega að minna á að það er verið að kjósa um alvöru stefnur sem skipta máli fyrir pyngjuna (skattastefnan)  og fyrir náttúru Íslands (stóriðjustefnan). Svo erum við að fá flokka sem reyna að afvegaleiða okkur frá pólitískri umræðu eins og Björt framtíð sem aldrei sýnir á kortin en  segist vilja spjalla um allt og ekkert  en framar öllu eigi ekki að vera neitt vesen!
Verstir finnst mér þó Píratarnir sem virðast halda að allt verði gott ef við bara erum nógu mikið á netinu. Ef það er eitthvað sem hamlar gegn framleiðni  á vinnustöðum er það netið þar sem fólk er vafrandi um iðulega tímunum saman í ómarkvissu rápi í sað þess að vera að vinna!
Netið er stórkostlegur samskiptafarvegur en um það þarf að tala af einhverri lágmarks skynsemi  í stað þess að reyna að telja fólki trú um að öll mein læknist ef við erum bara öll nógu mikið á netinu. Þá verðum við laus við allt vesen. Eða hvað?
Jóhannes Gr. Jónsson