EKKI ÆÐA ÁFRAM STJÓRNLAUST!
Sæll Ögmundur.
Ég er hoppandi ánægður með að þú ætlar ekki að láta húskarla ráðuneytisins vaða áfram án þess að hafa þig upplýstan en þessi vinna var nánast fullmótuð í tíð fyrri ráðherra. Þetta hefur alla tíð loðað við ráðuneytin að stjórarnir eru of margir og æða áfram nánast stjórnlaust. Mál Björgvins Sigurðssonar er mér í fersku minni. Hvar var ráðuneytisstjórinn hans, allir skrifstofustjórarnir og aðstoðarmaðurinn?? aðstoðarmaðurinn?? Þeir vissu um hvað var á seyði en létu yfirmann sinn ekki vita. Svona liði á að vísa á dyr og nýtt í staðinn. Hvað lögregluna varðar þá fór ég á eftirlaun 2007 eftir 43 ára starf og síðan þá hefur ekki verið vinnufriður á mínum gamla vinnustað vegna sparnaðar og allskonar hugmynda ekki bara á Suðurlandi heldur allsstaðar. Ríkislögreglustjóraembættið var á sínum tíma skrautfjöður ætlað sérstökum aðila og á ýmsu hefur gengið en fjármunir hættu að streyma þar inn eins glatt og í fyrstu var. Það má stundum breyta og bæta en ekki bara af því heldur þarf að sýna með óyggjandi hætti að það skili sparnaði hagkvæmni og að öryggi starfsmanna sé tryggt en þar er þetta á skrensunni. Eins og staða VG er í dag er ekkert annað í stöðunni en að þú Ögmundur taki við forystunni og flokkurinn komist aftur á skrið sem flokkur forystu með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og engum öðrum en þér treysti ég til slíkra ábyrgðarstarfa.
Þór Gunnlaugsson