EKKI EINKAREKSTUR Á OKKAR KOSTNAÐ
Þá frétt sá ég á vefmiðlinum www.mbl.is að hópur sem kallar sig PrimaCare stefnir á að opna einkaspítala sem sérhæfir sig í hnjáliða og mjaðmaskiptaaðgerðum því skrifa ég þér grein. Einkarekstur í velferðarkerfinu hefur aldrei reynst góður. Við sjáum dæmi um það um allan heim, það þarf ekki að nefna staði né tilvik. Það má þó nefna dæmi sem hafa farið fram á Íslandi. Háskóli Reykjavíkur er ríkisstyrkt menntastofnun og afleiðingar ríkisstyrkjanna hefur verið niðurskurður og sameiningar í Háskóla Íslands. Sömuleiðis með einka leikskólanna og einka grunnskólanna. Verð t.a.m. í leikskólum hefur hækkað mikið á síðustu árum miðað við kaupmátt og sama má segja um grunnskólana, þar hefur mötuneytiskostnaði hefur verið fleygt yfir á börnin og oft á tíðum þau börn sem hafa ekki breiðan bakhjarl. Þetta eru beinar afleiðingar markaðshyggjunar og einkareksturs í velferðarkerfinu, við skulum horfast í augu við staðreyndirnar! Hinsvegar hef ég alltaf verið á þeirri skoðun síðan Ögmundur Jónasson hleypti upp þeirri hugmynd að menn megi byggja sér hvað sem er og kallað það hvað sem er; einkaskóli, einkasjúkrastofnun, einka hitt, einka þetta. Það fylgja því vissulega gallar en "so be it" ef fólk velur þessa leið. En hvað sem því líður þá á ríkið ekki að taka nokkurn þátt í uppbyggingu þessara stofnanna né styrkja þær með upphæðum. Einkarekstur á EKKI að vera borgaður af skattborgurum! Svo getum við talað um það hversu siðlegt það er að verðleggja líkamsparta, ég tel eyrað mitt jafn mikilvægt og tærnar mínar svo ég taki dæmi. En það er ódýrara að halda við heyrninni en að missa tá, já það er ódýrara. Ég gæti líka sagt dýrara, en í mínum eyrum myndi ég heyra það sama, dýrari/ódýrari/sama verð, alveg eins í mínum eyrum. Fóturinn á ekki að vera ódýrari eða dýrari en hendin mín því vissulega hafa báðir líkamspartar sitt mikilvægi. Þið skiljið hvað ég á við...
kv.
Ágúst