EKKI FÆRA FLUGVÖLLINN!
19.03.2013
Ég vil auðvelda fólki að ferðast til Reykjavíkur frá landsbyggðinni og auðvitað á það sama við þegar fólk vill fljúga út á land. Ég vil því ekki færa þennan flugvöll. Það er dýrt að fljúga innanlands en kosturinn við Reykjavíkurflugvöll er sá að það er stutt að fara inn í miðbæ eftir að lent er eða eða í flestar stofnanir og hótel svo einthvað sé nefnt. En ef það eru til svona miklir peningar núna þ.e.a.s fyrir nýjum flugvelli mætti þá ekki allt eins bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli og jafnvel greiða niður innanlandsflug í meira mæli en nú er. Innanlandsflug á að vera góður kostur fyrir alla og á viðráðanlegu verði.
Jóhannes T. Sigursveinsson