Fara í efni

EKKI GEFA VÉLAMIÐSTÖÐINA

Þakka þér fyrir að vekja athygli á Vélamiðstöðinni hér um daginn. Nú þegar tilboð hafa verið opnuð vil ég minna á orð þín: “Reykjavíkurborg er ekki skuldbundin að taka neinu tilboði sem berst. Við væntum þess að borgin muni hafa langtímahagsmuni borgarbúa í huga og jafnframt þær sérstöku aðstæður sem skapast hafa í fjármálalífinu.” Með þetta í huga er tilboð upp á 735 milljónir lítilsvirðing við Reykvíkinga og starfsmenn hennar, enda ekki fyrir húsnæðinu hvað þá meira.

Sjálfur vil ég bæta við eftirfarandi.

  • Rekstur Vélamiðstöðvar hefur stórbatnað á síðustu árum, ég tala ekki um eftir að flutt var í Gylfaflötina og aðbúnaður starfsmanna batnað stórlega.
  • Vélamiðstöð rekur mjög sérhæfða bíla, sem aðrir gera ekki svo sem körfubíla (þá fullkomnustu á landinu og öruggustu), sorpbílana, skolphreinsibíla stólpareisingabíl, þann eina á landinu, sem mjög hefur aukið öryggi starfsmanna.
  • Reynsla verður ekki seld, og sú mikla vinna sem þar er til staðar hefur áreiðanlega komið í veg fyrir óhöpp. Ótrúlegt drasl er í boði og freistingar miklar að slaka á kröfum um gæði og öryggi þegar peningar eru annars vegar.
  • Lítið á reynsluna, Hreinsitæki tók að sér hreinsun á götum borgarinnar af borginni, nú eru þeir einráðir á markaðinum og geta ráðið verðinu sjálfir þrátt fyrir að vera með lélega og mengandi bíla. Borgin hefur sjaldan verið skítugri.
  • Hvernig ætlar borgin að láta einkaaðila verða í forystu í mengunarvörnum, sem kostar peninga og tilraunir sem einnig kosta peninga, ekki bjóðum við það út. Hvað með vetni, rafmagn og metan.
  • Viljum við ekki að Reykjavíkurborg hafi forystu um mengunarvarnir og öryggismál?
  • Að selja Vélamiðstöð ári fyrir kosningar eykur ekki trúverðugleika R-listans.

Fimmtugur Borgarstarfsmaður.