Fara í efni

EKKI HÆKKA EFTIRLAUNAALDUR

Af hverju ætli aldrei sé rætt við neinn sem er á móti því að hækka eftirlaunaldur t.d á RUV eða öðrum miðlum.Okkur er sagt að þjóðin eldist svo hratt en það minnist enginn á peningana sem töpuðust í hruninu eða hve gjöld hafa hækkað í sjóðina. Því miður er fólk sem komið er nálægt eftirlaunaaldri ekki vinsælustu starfskraftarnir hjá atvinnurekendum . Ég tel það vera verulega kjaraskerðingu ef hækkun eftirlaunaaldurs verður að veruleika .Berjumst gegn þessum áformum.
Johannes T. Sigursveinsson