EKKI LJÓST HVAÐ EIGI AÐ UPPLÝSA
orðs og æðis, fyrir og eftir kosningar, þar sem ágætustu menn virðast standa frammi fyrir einhverju því ofurefli sem þeir fá ekki ráðið við og kosturinn einn að gefa afslátt á flestu því sem áður hafði verið lofað. Upplýstu mig nú, ágæti Ögmundur, hvað hafa þau leyndarskjöl til 110 ára að geyma fram yfir sóma hvers manns sem sá vini og vandamenn sogast inní hringiðu banka og handrukkara stjórnvalda þess tíma, að ekki skuli vera sá dugur fyrir hendi að birta það allt frá orði til orðs? Sérðu fyrir þér, Ögmundur, að annað eins gæti gerst í nokkru lýðræðisríki? Það er með ólíkindum að Íslendingar skuli hafa gengist undir þetta jaðarmen, þegjandi og hljóðalaust." Viltu nú ekki upplýsa okkur, Ögmundur, hvað þau hafa að geyma fram yfir sóma hvers manns sem horfir í forundran upp á hryggleysingjana á þingi sem í ráðherradómum, að ógleymdu lindýrinu í stól forseta þingsins. Með ósk um svar frá þér,
kveðja,
Jón Jón Jónsson
Ég þakka bréfið Jón Jón en verð að játa að ég átta mig ekki alveg á þessari 110 ára leynd. Til hvers er verið að vísa?
Ögmundur