Fara í efni

EKKI SAMEIGINLEG LAUNASTEFNA

Verkföll BHM eru að bresta á eftir helgina. Forseti ASÍ mætti í útvarpsviðtal til að leggja ríkisvaldinu línuna. Hann sagði að ASÍ muni fylgjast með því hvaða stefnu ríkið taki gagnvart BHM, ég skildi það þannig að fylgst yrði með því hvernig staðið verði gegn verkfallsfólkinu. Ég held að það væri ráð að ASÍ kontórinn einbeitti sér að því að ná hluta af kvótagróðanum til launafólks í fiskvinnslu og tengdum greinum eins og Starfsgreinasambandið er að reyna að gera, og léti aðra í friði. Öðru máli gegndi ef við hefðum sammælst um launastefnu. Það höfum við ekki gert.  
Opinber starfsmaður á leið í verkfall