Fara í efni

EN HVAÐ VORU ÞEIR AÐ SEGJA ÁRIÐ 2006?

Athyglisvert er að upplifa það sem þú kallar söguleysi. Svokallaðir fréttamenn eru ýmist gúgglarar eða kranablaðamenn, karakterar sem myndu ekki einu sinni eiga heima í Lísu í Undralandi, sökum þess að þeir væru of fríkaðir. Með alvarlegan athyglisbrest og hafa sjaldan sett sig alvarlega inní nokkurn skapaðan hlut. Einu sinni voru þeir kallaðir kranablaðamenn. Höfundur þess heitis, gerist nú gamlaður mjög og argur í skapi.

Einu sinni áttu sér stað miklar umræður um lífeyrismál. Það var fyrir löngu, löngu, löngu síðan. Það var á árunum 1969-1996. Þá var tekist á um grundvallaratriði íslenska lífeyriskerfisins. Það veit ekki Helgi Seljan. Það veit ekki Jónas Kristjánsson.

Stórkostlegar bætur og breytingar voru gerðar á kerfinu, með lögum 1996. Það veit ekki Helgi Seljan. Það veit ekki Jónas Kristjánsson.

Mikið var tekist á um grundvallaratriði. Meðal þeirra var ákvæðið um hámarksávöxtun. Það veit ekki Helgi Seljan. Það vissi ekki Jónas Kristjánsson.

Gegn þessu ákvæði talaði Ögmundur Jónasson, einn manna. Það vissi Helgi Seljan ekki og Jónasi Kristjánssyni var alveg sama, þar sem hann hefur alltaf passað sín fjármál mjög vel að eigin sögn.

Ögmundur Jónasson sat síðan hjá um þetta atriði. Um það er Helga Seljan alveg sama og Jónas Kristjánsson tekur það vera á við bera mótmælaspjöld í gylltum sal.

Þegar til atkvæðagreiðslu kom greiddi Jón Baldvin atkvæði með öllum breytingartillögum. Það gúgglaði Helgi Seljan. Það nennti Jónas Kristjánsson ekki að gúggla, en gúgglaði það sem Helgi Seljan hafði gúgglað um það mál.

Síðan greiddi Jón Baldvin atkvæði gegn málinu í heild. Af hverju það var veit ekki Helgi Seljan, né heldur Jónas Kristjánsson.

Síðan greiddi Ögmundur Jónasson atkvæði með málinu í heild. Það telur Helgi Seljan jafngilda spillingu og Jónas Kristjánsson man kannski ekki alveg hvað honum finnst um það.

Blaðamennskan í dag er á nákvæmlega sama plani og fyrir hrun. Hvað voru Helgi Seljan og Jónas Kristjánsson að tala um árið 2006?

mkv
Hreinn K