Fara í efni

ENDURREIKNING STRAX

Fjármálastofnanir hafa einhliða ákveðið að senda ekki út greiðsluseðla vegna dóms Hæstaréttar í næstu viku. Þetta er þeim óheimilt. Samningar gera ráð fyrir jöfnum mánaðarlegum afborgunum lánanna og öðrum aðila samnings alls ekki heimilt að breyta samningum, nema þá að í því felist að fjármögnunarfyrirtækið afsali sér þessari tilteknu greiðslu. Það sem fjármálastofnanirnar eru að gera er að þær eru að reyna að svæfa stjórnvöld og almenning fram í næsta mánuð. Kaupa sér tíma heitir það hjá PR-fyrirtækjunum. Ef það er eitthvað sem ríkisstjórnin ætti að gera þá væri það að beina þeim tilmælum til fjármálastofnananna að endurreikna lánin í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar þegar í stað með hjálp exel-forritsins og standa þannig við ákvæði samninganna og dóm Hæstaréttar. Nú bíðum við vinstri menn, stuðningsmenn VG, eftir því hvort Steingrímur J. Sigfússon, formaður okkar, beinir ekki einmitt þessum tilmælum til Landsbankans, ríkisbankans. Er það ekki annars hann sem fer með hlutabréf ríkisins í bankanum Ögmundur? Eða eruð þið svo rauðir að þið vilduð helst virða dóm Hæstaréttar að vettugi - fyrir kapitalið!!!
Hafsteinn