Fara í efni

ENGA LANDASÖLU TIL KÍNVERJANS!

Sæll Ögmundur...
Ég tel að íslenska þjóðin hafi sýnt einstakan menningarþroska allt frá landnámi, þar til á miðri síðustu öld er við fyrst gengum í NATO og síðan í EES og Schengen, sem leiddu af sér einkavinavæðinguna og gjaldþrot íslensku þjóðarinnar! 
En ég vil segja, að síðan þá, hefur íslensku þjóðfélagi og jafnvel skyn einstaklinga í of mörgum tilfellum í öllum stéttum, þá ekki síst þeir sem kalla sig stjórnmálamenn , hrörnað, visnað og úrkynjast furðulega mikið og ört. Þessi úrkynjun lýsir sér best í því manndómsleysi að vilja selja útlendingum hluta af Íslandi. Það er makalaust manndómsleysi, sem kallað er réttilega landráð, og ef það lýsir ekki menningarleysi og úrkynjun, þá er erfitt að skilgreina hvað slíkt er.
Sala Íslensks lands, Kínverjum eða öðrum útlendingum, á ekki einu sinni að koma til máls né greina og á að vera forboðið í Stjórnaskrá Íslands!  Í tilfelli Kínverjans þá er um að ræða kommúnista, Kínverska ríkið sem fengi þá Trojuhest á Íslandi!  Hvað er hægt að halda um fólk sem vill slíkt?  Hefur fólk sem er að skrifa og kann þá að lesa ekki kynnt sér hvað Kínverjar eru að gera í öllum löndum heims sem leifa þeim aðgang að sér?
Ef Kínverjinn eða aðrir útlendingar vilja setja upp hótel eða annan iðnað á Íslandi sem yrði rekinn samkvæmt Íslenskum lögum og eftirliti, þá mætti koma til greina að úthluta eða leigja þeim lóð undir fyrirtækið, en að selja þeim eignarlóð á ekki að koma til greina! Ekki einu sinni til umræðu!
Bestu kveðjur,
Helgi