ENGAR BLIKUR Á LOFTI HJÁ RÁÐGJAFA GEIRS
Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra sagði margt athyglisvert í sjónvarpsviðtali í kvöld, sem vert er að skoða.
1. Hann lýsti því yfir að bönkunum yrði bjargað ef á þyrfti að halda.
2. Hann kallaði það að tugþúsundir manna hafa misst vinnuna á örfáum dögum, "hreingerningu".
3. Hann hélt því fram að það væri markaðurinn sem sæi um "þrifin". Það er ósatt. Fannie Mae og Freddie Mac voru yfirtekin af ríkinu. Bear Sterns að hluta einnig.
4. Hann sagði að það væri gott að nota viðskiptabankana sem "grunn" til að stunda fjárfestingastarfsemi. Það er rétt að þessi grunnur er að redda bönkunum í dag, en þeir eru hins vegar ekki að stunda eðlileg viðskiptalán á meðan, þar sem þeir eru að fá "lánuð" innlánin til að borga skuldir sem stofnað var til í casinoi afleiðubrasksins. Þannig að í stað þess að fjárfestingarbankar fari á hausinn, þá fer fjármálakerfið í heild sinni á hausinn, með ævisparnaði almennings. Tryggvi skilur ekki hugtakið "takmörkuð áhætta". Honum finnst sjálfsagt að henda góðum peningum á eftir vondum.
5. Þetta er spámaður sem sá enga bliku á lofti í fyrra. Hann verður heldur ekki var við hana núna.
Hreinn Kárason