ENGIN PÓLITÍK Í BÖNKUNUM?
Kæri Ögmundur.
Mér finnst undarlegt hjá Illuga Gunnarsyni að segja ef bankar væru í ríkiseigu þá hafi það verið undir stjórnmálamönnum komið hvort veitt yrði lán. Veist þú til þess að lán til viðskiptavina ríkisbanka hafi verið komið undir stjórnmálamönnum?
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson
Illugi er að vísa til þess tíma þegar fulltrúar allra stjórnmálaflokka komu að stjórn bankanna. Skyldi hann halda að póltík hafi verið úthýst úr fjármálakerfinu? Ætli staðreyndin sé ekki sú að nú komi eigendur og stjórnendur bara úr einni átt. Hægri sinnuð auðvaldshyggja er þeirra biblía. Vandinn er auk þess sá að sömu aðilar eiga banakana og stærstu fyrirtækin. Þarna eru tengsl sem eru stórvarasöm. Ég er svolítið hissa á því að Illugi skuli ekki beina sjónum sínum að þessu.
Kveðja,
Ögmundur