Fara í efni

CORBYN Á ÍSLANDI

Jeremy Corbyn, fyrrum formaður breska Verkamannaflokksins og núverandi grasrótarpólitíkus, gerði stormandi lukku í troðfullu Þjóðmenningar-/Safnahúsi í Reykjavík í hádeginu í gær. Fólk alla vega á litinn í pólitíkinni var mætt til leiks en að sjálfsögðu var vinstri undiraldan ráðandi á fundinum. Hér að neðan er slóð á ræðu Corbyns og slóðir á umræðuþætti á Samstöðinni  í kjölfarið.
Ég hafði á orði eitthvað á þá leið að áhuginn á þessum fundi væri til marks um að þess væri ekki langt að bíða að vinstri pólitík hæfi sig til flugs. Ég held að það sé rétt - það er að segja ef við gefum okkur að hugsa megi í misserum og jafnvel árum  fremur en dögum og vikum. Kapítalisminn með allri sinni samþjöppun og einokun færist hins vegar alltaf nær bjargbrúninni. 
Boðskapur Corbyns var þó ekki þessi heldur á þann veg að ef okkur á að auðnast að ráða við meinsemdir samtímans, misskiptingu og mengun, stríð og ofbeldi þá þurfum við á lausnum sósíalismans og áherslum hans að halda. 
Klappið á fundinum bar þess vott að fundarmenn væru þessu sammála. 

Slóðin á fyrirlestur Corbyns
https://www.youtube.com/watch?v=mRm5WENrjSw

Umræður á Samstöðinni í kjölfar fundarins með Corbyn

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Ögmundur Jónasson og Oddný Eir Ævarsdóttir: https://www.youtube.com/watch?v=cc0LYUJbbSk
Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Vala Helgadóttir, Pontus Järvstad og Sara Stef Hildar https://www.youtube.com/watch?v=rduYbRYfe-8
Karl Héðinn Kristjánsson, Jökull Sólberg Auðunsson, Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon.
https://www.youtube.com/watch?v=WW2GXeXzDTc
Fimm viðtöl við Rauða borðið eftir fund Corbyn:
Einar Ólafsson: https://www.youtube.com/watch?v=9UEc0PW76TA
Árni Daníel Júlíusson: https://www.youtube.com/watch?v=LH1BcdbrnEU
Björn Þorsteinsson: https://www.youtube.com/watch?v=uKqjM3SIHkY Sigurður Pétursson: https://www.youtube.com/watch?v=4SC3QpdyD6A
Þorvaldur Þorvaldsson: https://www.youtube.com/watch?v=35DZLFtmEL

Hákon Sveinsson þótti ná stemningunni á fundinum með svarthvítum myndum sínum. Ég held að það sé rétt.

   

  

    

Myndasafnið má sjá í heild sinni á slóðinni: Myndir - Corbyn á Íslandi: