VILJA NÝJAN FORINGJA TIL AÐ SEGJA SÉR FYRIR VERKUM
Donald Trump Bandaríkjaforseti er iðinn við að kynna heiminum sálarlíf sitt. Eitt er víst að maðurinn er ekki í miklu jafnvægi. Einnig má efast um erindi Zelenskys sem var farinn að bjóða Bandaríkjamönnum auðlindir lands síns þegar í september samkvæmt Washington Post – fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvernig-skipta-skuli-ransfeng-a-kostnad-thjodar
En það breytir því ekki að hegðan Trumps var mjög sér á parti eins og stundum er sagt.
Það er ekki traustvekjandi, ekki síst í ljósi þess að heilu ríkin fylgja skipunum og ráðleggingum þessa leiðtoga auðvaldsheimsins. Mætti segja mér að félagar í Varðbergi - samtökum um vestræna samvinnu - sofi ekki rótt þessa dagana.
Annars er það mín tilfinning að leiðtogar heimsins séu ekki upp á marga fiska um þessar mundir – nánast hvar sem litið er. Athyglisverð eru viðbrögðin í Evrópu við furðufundi þeirra Donalds Trump og Zelenskys Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í gær.
Kallas, talsmaður Evrópusambandsins í utanríkismálum, reið á vaðið og sagði að nú þyrftu Vesturlönd nýjan foringja. Aðrir tóku undir, þar á meðal Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands. Hættulega vanstilltur er svo Macron Frakklandsforsreti sem sá ástæðu til þess í dag að minna á evrópskar kjarnorkusprengjur! Skyldu það vera svona foringjar sem Kallas og Þorgerður Katrín eru að kalla eftir?
Við þessu er bara eitt að gera: Efla samfélagsvitund, örva umræðu um mikilvægi lýðræðis og friðar. Til þess þurfum við ekki foringja til að segja okkur fyrir verkum – það er komið nóg af þeim.
Því miður hefur tónninn í íslenskum ráðamönnum um alllangt skeið verið endurómun á hervæðingarboðskap frá Washington, NATÓ og Evrópusambandinu; boðskap um „nýjan veruleika“ sem verði að bregðast við í „breyttum heimi“ með vopnum og meiri vopnum.
Ég hvet alla til þess að lesa grein (sjá næstu slóð) eftir Þórarin Hjartarson. Hún er umhugsunarverð því hún segir svo margt um ósjálfstæði og undirlægjuhátt íslenskra stjórnvalda. Þau hafa klifað á því hve nauðsynlegt það hafi verið að heimila hernaðaruppbygginguna sem ráðist hefur verið í á Íslandi á undanförnum árum. Og nú þurfi enn að bæta í vegna þess að heimurinn sé að breytast, ógnin verði sífellt meiri og þá einnig á hafinu umhverfis Ísland. Allt er þetta meira og minna ósatt en í fullu samræmi við áætlanir Pentagon að hervæða norðurhöfin sem aldrei fyrr til þess að knýja Rússa til að svara í sömu mynt því það kæmi þeim í koll efnahagslega: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/oryggismalin-hvad-er-breytt-a-nordurvigstodvunum
Sjá einnig þetta: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hafid-thid-lesid-rand-report-1
Hér kemur fram svo ekki verður um villst að stefnt var að því leynt og ljóst af hálfu bandarískra hermálayfirvalda að stuðla að hervæðingu í norðurhöfum! Og alltaf taka íslensk stjórnvöld við skipunum gagnrýnislaust!
(Frétt úr Morgunblaðinu 12. febrúar sl.)
Yfir Íslandi sveima nú stöðugt herþotur til „að gæta okkar“ og hefur þessi pössun verið í boði stjórnmálamanna sem segja að heimurinn sé að farast úr mengun. En hve margir skyldu hafa hugleitt að mengun af völdum hervéla er undanskilin allri tölfræði alþjóðastofnana sem birt er um losun gróðurhúsalofttegunda? Þessu fékk hernaðargeirinn áorkað án þess að mikið hafi farið fyrir mótmælum.
Þetta er svo til upprifjunar og áréttingar á því að eitt tekur við af öðru og lítið breytist: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hernadarhyggja-leidd-til-ondvegis-og-thordis-baetir-i
Sú var tíðin að ekkert Norðurlandanna - að undanskildu Íslandi og Danmörku (Grænlandi) -heimilaði Bandaríkjamönnum að reka herstöðvar á landi sínu. Nú spretta þær upp eins og gorkúlur eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Á hersvæðunum sem merkt eru inn á kortið gilda bandarísk lög, ekki norsk lög, ekki sænsk lög, ekki dönsk lög og ekki finnsk lög. Bara lög Donalds Trump.
Til þess að auðvelda hugarfarsbreytinguna og fylgispekt við hervæðinguna er að fólki sagt að undirbúa sig undir kjarnorkustríð með því að safna dósamat og drykkjarvatni á flöskum. Þetta er orðið viðkvæðið á Norðurlöndunum. Allt er gert til að hræða fólk til fylgilags við aukin útgjöld til hermála.
Er ekki mál að linni?
Þarf almenningur ekki að fara að vakna og taka valdataumana úr hendi leiðitamra leiðtoga sem aftur vilja þjóðir sínar leiðitamar?
(Samsetta myndin í upphafi pistils er tekin af vefnum visir.is)
CALLING FOR A NEW LEADER TO SERVE
These days US President Donald Trump is busy introducing himself to the world. One thing is clear, there are more balanced people around than the present president of the United Stats of America. One can also question Zelensky's errand who already in September last year, before the US presidential elections – according to the Washington Post (qouted here: . https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvernig-skipta-skuli-ransfeng-a-kostnad-thjodar ) - had begun offering his country's resources in exchange for military support. That however does not change the fact that Trump's behavior was - what sholud we say? - of its own kind!
It is not reassuring, especially in light of the fact that states take orders from this leader of the capitalist world. I would not be surprised if members of organizations for Western cooperation - are not sleeping soundly these days.
But Trump is no exception when it comes to untrustworthy leaders. They are to be seen all around. It is worth paying attention to the reactions in Europe after Trump´s outbursts at the meeting with Zelensky.
Kaja Kallas, the European Union's foreign policy spokesman, said that the West now needs a new leader. Others agreed, including Icelandic Foreign Minister Þorgerður Katrín. French President Macron is today airing the idea of new European nuclear bombs! What he means is not clear since both France and Britain possess nuclear weapons.
Are these the kind of leaders that Kaja Kallas and Þorgerður Katrín - and indeed the whole European lot - are calling for?
For us - the public- there is only one thing to do: Promote social awareness, stimulate discussion about the importance of democracy and peace.
Leaders to order us aroud are not needed!
Unfortunately, the tone of Icelandic politicians has for a long time been an echo of the militaristic message from Washington, EU and NATO; a message about a „new reality“ in world politics that must be met with weapons and more weapons.
I urge everyone to read this article by Þórarinn Hjartarson, which is worth thinking about because it says so much about the subservience of our governments. They have been adamant about how necessary it was to allow the military build-up in Iceland in recent years. And now more needs to be done, they say, because „the world is changing“, the threat becoming ever greater, not the least in the seas around Iceland. All of this is untrue but in full accordance with Pentagon's plans to militarize the northern seas and the Arctic Ocean like never before in order to force Russia to respond in kind and thus undermine its economy: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/oryggismalin-hvad-er-breytt-a-nordurvigstodvunum
Here it is clerly stated that the aim was to promote militarization in the Arctic Ocean: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hafid-thid-lesid-rand-report-1
Military jets are now constantly hovering over Iceland for „our security“ . This is at the invitation of „green“ politicians. They tell us that the world is coming to an end due to pollution. But do people realize that pollution caused by military aircraft is excluded from all statistics published by international organizations on greenhouse gas emissions?
This is a recap: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hernadarhyggja-leidd-til-ondvegis-og-thordis-baetir-i
There was a time when none of the Nordic countries – with the exception of Iceland and Denmark (Greenland) – allowed the Americans to operate military bases on their land. Now they are popping up like mushrooms as you can see on the map below. American jurisdiction applies in these military zones, not Norwegian law, not Swedish law, not Danish law or Finnish law.
In order to facilitate compliance with militarization, people are being told – in order to scare them - to prepare for nuclear war by collecting canned food and bottled drinking water.
Isn't it time that we get to our senses?
We must wake up and take the reins of power out of the hands of political leaders so easily led and manipulated. This will only be done by mass mobilization.
----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/